Erlent

Samræður um Gíbraltar en ekki stríð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. vísir/epa
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki í stríð við Spánverja um Gíbraltar.

Nýjar deilur um Gíbraltar spruttu upp þegar Evrópusambandið birti drög að samningaviðmiðum sínum fyrir væntanlegar viðræður við Breta um útgöngu. Segir þar að Evrópusambandið þurfi að hafa samráð við Spán og Bretland þegar ákvarðanir sem hafa áhrif á Gíbraltar eru teknar.

Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, Michael Howard, sagði á sunnudag að May hlyti að vera viljug til þess að verja Gíbraltar á sama hátt og Margaret Thatcher varði Falklandseyjar á níunda áratugnum.

Brást utanríkisráðherra Spánar, Alfonso Dastis, við með því að segja tón Breta koma sér á óvart. „Það lítur út fyrir að einhver sé að missa hausinn,“ sagði Dastis.

Þegar blaðamenn spurðu May út í orð Howards hló hún og sagði að þess í stað stefndi í stífar viðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×