Erlent

82 Chibok-stúlkum sleppt úr haldi Boko Haram

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Boko Haram rændi 219 stúlkum úr þorpinu Chibok árið 2014.
Boko Haram rændi 219 stúlkum úr þorpinu Chibok árið 2014. Vísir/EPA
82 stúlkum úr þorpinu Chibok í Nígeríu, sem voru í hópi fleiri stúlkna sem vígasamtökin Boko Haram rændu árið 2014, hefur verið sleppt úr haldi.

Samkvæmt frétt Reuters eru þær nú í bænum Banki nálægt landamærum Cameroon og fá þar læknisaðstoð áður en þær verða fluttar til Maiduguri, höfuðborgar Borno héraðs.

Rán Chibok stúlknanna árið 2014 er eitt þekktasta ódæðisverk samtakanna Boko Haram og var það fordæmt um allan heim. Alls var 219 stúlkum rænt, en 21 þeirra var leyst úr haldi í október síðastliðnum. Margar Chibok stúlknanna voru kristnar en voru hvattar til að taka upp múslimatrú og giftast ræningjum sínum.

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, sagði í apríl að ríkisstjórnin væri að vinna að samning um að stúlkunum sem enn eru í haldi yrði sleppt.

Boko Haram hefur síðastliðin ár háð blóðuga baráttu í norðurhluta Nígeríu. Þau eru í dag nátengd hryðjuverkasamtökunum ISIS en Boko Haram berjast fyrir sjálfstæðu ríki múslima í Nígeríu.


Tengdar fréttir

Slapp úr haldi Boko Haram með ungabarn

Ein hinna rúmlega 270 stúlkna sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu úr bænum Chibok í Nígeríu árið 2014 fannst í dag.

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×