Erlent

Chibok stúlkurnar fengu að halda jólin heima

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
21 stúlku var sleppt úr haldi í október síðasliðnum.
21 stúlku var sleppt úr haldi í október síðasliðnum. vísir/epa
Chibok stúlkurnar, sem nýverið var sleppt úr haldi vígasveita Boko Haram, fengu að njóta jólanna með fjölskyldum sínum en það er í fyrsta sinn sem þær hitta fjölskyldur sínar eftir að þeim var rænt í apríl 2014.

Alls var 21 stúlku sleppt úr haldi í október síðastliðnum eftir að stjórnvöld í Sviss og alþjóðadeild Rauða krossins sömdu við hryðjuverkasamtökin. Stúlkunum var komið fyrir á leynilegum stað af stjórnvöldum í Nígeríu í kjölfarið og segja þær að það hafi verið kraftaverki líkast að fá loks að hitta fólkið sitt.

Vígamennirnir rændu 276 stúlkum úr skóla í Chibok árið 2014 en enn eru 197 stúlknanna ófundnar. Samningaviðræður standa yfir um lausn þeirra.


Tengdar fréttir

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×