Erlent

Tilbúin til að uppfylla skilyrði Boko Haram í skiptum fyrir Chibok-stúlkurnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vígamenn Boko Haram rændu alls 219 stúlkum í apríl 2014.
Vígamenn Boko Haram rændu alls 219 stúlkum í apríl 2014. vísir/epa
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, segist reiðubúinn til að sleppa föngum, vígamönnum Boko Haram, í skiptum fyrir stúlkurnar sem teknar voru úr heimavistaskóla í bænum Chibok í norðurhluta Nígeríu árið 2014.

Vígasamtökin birtu í síðasta mánuði myndband þar sem um fimmtíu stúlkur standa fyrir aftan liðsmann Boko Haram. Þar krefst hann þess að liðsmönnum sínum verði sleppt úr haldi í skiptum fyrir stúlkurnar, en talið er að um 219 stúlkur séu í haldi Boko Haram.

Nígersk stjórnvöld áttu í viðræðum við samtökin á síðasta ári. Að þeirra sögn náðu aðilar samkomulagi en að nokkrum vikum síðar hafi Boko Haram lagt fram frekari kröfur sem stjórnvöld hafi ekki viljað uppfylla. Guardian greinir frá því í dag að nú séu yfirvöld tilbúin í næstu samningaviðræður, og að vígamönnum Boko Haram verði sleppt úr haldi í skiptum fyrir stúlkurnar.

Boko Haram hefur síðastliðin ár háð blóðuga baráttu í norðurhluta Nígeríu. Þau eru í dag nátengd hryðjuverkasamtökunum ISIS en Boko Haram berjast fyrir sjálfstæðu ríki múslima í Nígeríu.


Tengdar fréttir

Hitti Nígeríuforseta

Nítján ára stúlka hafði verið í haldi vígamanna Boko Haram í tvö ár.

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×