Erlent

Slapp úr haldi Boko Haram með ungabarn

Bjarki Ármannsson skrifar
Hluti stúlknanna á myndbandi sem Boko Haram birtu í vor.
Hluti stúlknanna á myndbandi sem Boko Haram birtu í vor. Vísir/AFP
Ein hinna rúmlega 270 stúlkna sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu úr bænum Chibok í Nígeríu árið 2014 fannst í dag með tíu mánaða son. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir nígeríska hernum.

Brottnám stúlknanna vakti hneykslun og reiði víða um heim á sínum tíma en um tvö hundruð stúlkna er enn saknað í dag. Boko Haram sleppti 21 stúlku í síðasta mánuði eftir samningaviðræður við her ríkisstjórnarinnar.

Stúlkan sem kom í leitirnar í dag fannst í Borno-héraði í norðurhluta landsins, hvar samtökin hafa barist fyrir því að stofna íslamskt ríki. Átökin við stjórnarherinn eru talin hafa kostað rúmlega þrjátíu þúsundir manna lífið.


Tengdar fréttir

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×