Burnley nánast hólpið eftir fyrsta útisigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2017 18:30 Barnes skoraði fyrra mark Burnley. vísir/getty Burnley steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni með 0-2 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Þetta var fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu en hann skilaði liðinu upp í 14. sæti deildarinnar. Ashley Barnes kom Burnley yfir strax á 7. mínútu. Hann skoraði aftur skömmu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna þess að Barnes handlék boltann. Andre Gray kláraði svo leikinn þegar hann skoraði annað mark Burnley á 85. mínútu. Þetta var níunda mark Grays á tímabilinu. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley sem er átta stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.18:25: Leik lokið! Fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu staðreynd. Liðið er svo gott sem hólpið.18:15: MARK!!! Andre Gray sleppur einn í gegn og þrumar boltanum framhjá Hennessey! Stefnir allt í fyrsta útisigur Burnley á tímabilinu.17:55: Delaney með gott skot sem Tom Heaton gerir vel í að slá yfir slána.17:36: Madley flautar seinni hálfleikinn á.17:21: Robert Madley flautar til hálfleiks. Burnley leiðir 0-1, þökk sé marki Barnes.17:08: Damian Delaney með skot framhjá úr góðu færi. Hinum megin á Sam Vokes skalla sem Wayne Hennessey ver.16:46: Barnes skorar aftur en markið er dæmt af vegna hendi.16:38: MARK!!! Ashley Barnes kemur Burnley yfir, þvert gegn gangi leiksins. Palace hefur byrjað leikinn mun betur en Burnley er komið yfir.16:30: Það er búið að flauta til leiks á Selhurst Park.King skorar sigurmark Bournemouth.vísir/getty15:53: Leik lokið! Það er búið að flauta af á öllum völlum. Sunderland er fallið.15:49: Allt að gerast! Southampton fær víti gegn Hull. Dusan Tadic fer á punktinn en Eldin Jakupovic ver spyrnu hans! Þetta gæti reynst dýrmætt í fallbaráttunni.15:47: MARK!!! Joshua King kemur Bournemouth yfir gegn Sunderland sem er núna dauðadæmt. Hinn norski King hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað grimmt.15:39: Byrjunarliðið hjá Burnley er komið og Jóhann Berg Guðmundsson er því miður ekki í því. Okkar maður er á bekknum.15:26: Jack Butland hefur verið góður í marki Stoke og átt nokkrar flottar vörslur frá leikmönnum West Ham.15:12: Það er búið að flauta aftur til leiks á öllum völlum.14:50: Það er kominn hálfleikur á öllum völlum. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í leikjunum fjórum en þeim fjölgar vonandi í þeim seinni.14:44: MARK!!! Loksins, loksins. Jamie Vardy kemur Leicester yfir gegn West Brom með fyrsta marki dagsins. Þetta er þrettánda mark enska landsliðsmannsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.14:35: Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í leikjum dagsins. Það hlýtur að styttast í það.Mark Clattenburg dæmir sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag.vísir/getty14:07: Hull-maðurinn Kamil Grosicki með skot í slána á marki Southampton beint úr aukaspyrnu.14:00: Það er búið á flauta til leiks á Maríuvöllum, Britannia, Ljósvangi og The Hawthornes.13:24: Eftir stórkostlegt gengi í fyrstu leikjunum undir stjórn Craigs Shakespeare hefur Leicester gefið eftir og ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Refirnir eru sex stigum frá fallsæti og ættu því að vera nokkuð öruggir með að spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Leicester mætir West Brom á The Hawthornes. Strákarnir hans Tonys Pulis hafa gefið hressilega eftir að undanförnu og tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.13:22: Það bendir allt til þess að Sunderland leiki í B-deildinni á næsta tímabili og liðið getur fallið í dag. David Moyes og félagar eru í neðsta sæti deildarinnar með 21 stig, 12 stigum frá öruggu sæti. Sunderland hefur leikið í úrvalsdeildinni frá 2007.13:20: West Ham og Bournemouth eiga bæði möguleika á að komast upp í 9. sæti deildarinnar. West Ham sækir Stoke heim og Bournemouth mætir botnliði Sunderland á Ljósvangi.13:18: Hull getur sett Swansea í afar erfiða stöðu með sigri á Southampton. Hull og Swansea eru í 17. og 18. sæti deildarinnar en tveimur stigum munar á liðunum. Swansea mætir Manchester United í hádeginu á morgun.13:15: Góðan daginn og velkomin til leiks! Það eru fimm leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og við munum fylgjast með því helsta sem gerist. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Burnley steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni með 0-2 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Þetta var fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu en hann skilaði liðinu upp í 14. sæti deildarinnar. Ashley Barnes kom Burnley yfir strax á 7. mínútu. Hann skoraði aftur skömmu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna þess að Barnes handlék boltann. Andre Gray kláraði svo leikinn þegar hann skoraði annað mark Burnley á 85. mínútu. Þetta var níunda mark Grays á tímabilinu. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley sem er átta stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.18:25: Leik lokið! Fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu staðreynd. Liðið er svo gott sem hólpið.18:15: MARK!!! Andre Gray sleppur einn í gegn og þrumar boltanum framhjá Hennessey! Stefnir allt í fyrsta útisigur Burnley á tímabilinu.17:55: Delaney með gott skot sem Tom Heaton gerir vel í að slá yfir slána.17:36: Madley flautar seinni hálfleikinn á.17:21: Robert Madley flautar til hálfleiks. Burnley leiðir 0-1, þökk sé marki Barnes.17:08: Damian Delaney með skot framhjá úr góðu færi. Hinum megin á Sam Vokes skalla sem Wayne Hennessey ver.16:46: Barnes skorar aftur en markið er dæmt af vegna hendi.16:38: MARK!!! Ashley Barnes kemur Burnley yfir, þvert gegn gangi leiksins. Palace hefur byrjað leikinn mun betur en Burnley er komið yfir.16:30: Það er búið að flauta til leiks á Selhurst Park.King skorar sigurmark Bournemouth.vísir/getty15:53: Leik lokið! Það er búið að flauta af á öllum völlum. Sunderland er fallið.15:49: Allt að gerast! Southampton fær víti gegn Hull. Dusan Tadic fer á punktinn en Eldin Jakupovic ver spyrnu hans! Þetta gæti reynst dýrmætt í fallbaráttunni.15:47: MARK!!! Joshua King kemur Bournemouth yfir gegn Sunderland sem er núna dauðadæmt. Hinn norski King hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað grimmt.15:39: Byrjunarliðið hjá Burnley er komið og Jóhann Berg Guðmundsson er því miður ekki í því. Okkar maður er á bekknum.15:26: Jack Butland hefur verið góður í marki Stoke og átt nokkrar flottar vörslur frá leikmönnum West Ham.15:12: Það er búið að flauta aftur til leiks á öllum völlum.14:50: Það er kominn hálfleikur á öllum völlum. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í leikjunum fjórum en þeim fjölgar vonandi í þeim seinni.14:44: MARK!!! Loksins, loksins. Jamie Vardy kemur Leicester yfir gegn West Brom með fyrsta marki dagsins. Þetta er þrettánda mark enska landsliðsmannsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.14:35: Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í leikjum dagsins. Það hlýtur að styttast í það.Mark Clattenburg dæmir sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag.vísir/getty14:07: Hull-maðurinn Kamil Grosicki með skot í slána á marki Southampton beint úr aukaspyrnu.14:00: Það er búið á flauta til leiks á Maríuvöllum, Britannia, Ljósvangi og The Hawthornes.13:24: Eftir stórkostlegt gengi í fyrstu leikjunum undir stjórn Craigs Shakespeare hefur Leicester gefið eftir og ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Refirnir eru sex stigum frá fallsæti og ættu því að vera nokkuð öruggir með að spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Leicester mætir West Brom á The Hawthornes. Strákarnir hans Tonys Pulis hafa gefið hressilega eftir að undanförnu og tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.13:22: Það bendir allt til þess að Sunderland leiki í B-deildinni á næsta tímabili og liðið getur fallið í dag. David Moyes og félagar eru í neðsta sæti deildarinnar með 21 stig, 12 stigum frá öruggu sæti. Sunderland hefur leikið í úrvalsdeildinni frá 2007.13:20: West Ham og Bournemouth eiga bæði möguleika á að komast upp í 9. sæti deildarinnar. West Ham sækir Stoke heim og Bournemouth mætir botnliði Sunderland á Ljósvangi.13:18: Hull getur sett Swansea í afar erfiða stöðu með sigri á Southampton. Hull og Swansea eru í 17. og 18. sæti deildarinnar en tveimur stigum munar á liðunum. Swansea mætir Manchester United í hádeginu á morgun.13:15: Góðan daginn og velkomin til leiks! Það eru fimm leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og við munum fylgjast með því helsta sem gerist.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira