Burnley nánast hólpið eftir fyrsta útisigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2017 18:30 Barnes skoraði fyrra mark Burnley. vísir/getty Burnley steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni með 0-2 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Þetta var fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu en hann skilaði liðinu upp í 14. sæti deildarinnar. Ashley Barnes kom Burnley yfir strax á 7. mínútu. Hann skoraði aftur skömmu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna þess að Barnes handlék boltann. Andre Gray kláraði svo leikinn þegar hann skoraði annað mark Burnley á 85. mínútu. Þetta var níunda mark Grays á tímabilinu. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley sem er átta stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.18:25: Leik lokið! Fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu staðreynd. Liðið er svo gott sem hólpið.18:15: MARK!!! Andre Gray sleppur einn í gegn og þrumar boltanum framhjá Hennessey! Stefnir allt í fyrsta útisigur Burnley á tímabilinu.17:55: Delaney með gott skot sem Tom Heaton gerir vel í að slá yfir slána.17:36: Madley flautar seinni hálfleikinn á.17:21: Robert Madley flautar til hálfleiks. Burnley leiðir 0-1, þökk sé marki Barnes.17:08: Damian Delaney með skot framhjá úr góðu færi. Hinum megin á Sam Vokes skalla sem Wayne Hennessey ver.16:46: Barnes skorar aftur en markið er dæmt af vegna hendi.16:38: MARK!!! Ashley Barnes kemur Burnley yfir, þvert gegn gangi leiksins. Palace hefur byrjað leikinn mun betur en Burnley er komið yfir.16:30: Það er búið að flauta til leiks á Selhurst Park.King skorar sigurmark Bournemouth.vísir/getty15:53: Leik lokið! Það er búið að flauta af á öllum völlum. Sunderland er fallið.15:49: Allt að gerast! Southampton fær víti gegn Hull. Dusan Tadic fer á punktinn en Eldin Jakupovic ver spyrnu hans! Þetta gæti reynst dýrmætt í fallbaráttunni.15:47: MARK!!! Joshua King kemur Bournemouth yfir gegn Sunderland sem er núna dauðadæmt. Hinn norski King hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað grimmt.15:39: Byrjunarliðið hjá Burnley er komið og Jóhann Berg Guðmundsson er því miður ekki í því. Okkar maður er á bekknum.15:26: Jack Butland hefur verið góður í marki Stoke og átt nokkrar flottar vörslur frá leikmönnum West Ham.15:12: Það er búið að flauta aftur til leiks á öllum völlum.14:50: Það er kominn hálfleikur á öllum völlum. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í leikjunum fjórum en þeim fjölgar vonandi í þeim seinni.14:44: MARK!!! Loksins, loksins. Jamie Vardy kemur Leicester yfir gegn West Brom með fyrsta marki dagsins. Þetta er þrettánda mark enska landsliðsmannsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.14:35: Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í leikjum dagsins. Það hlýtur að styttast í það.Mark Clattenburg dæmir sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag.vísir/getty14:07: Hull-maðurinn Kamil Grosicki með skot í slána á marki Southampton beint úr aukaspyrnu.14:00: Það er búið á flauta til leiks á Maríuvöllum, Britannia, Ljósvangi og The Hawthornes.13:24: Eftir stórkostlegt gengi í fyrstu leikjunum undir stjórn Craigs Shakespeare hefur Leicester gefið eftir og ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Refirnir eru sex stigum frá fallsæti og ættu því að vera nokkuð öruggir með að spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Leicester mætir West Brom á The Hawthornes. Strákarnir hans Tonys Pulis hafa gefið hressilega eftir að undanförnu og tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.13:22: Það bendir allt til þess að Sunderland leiki í B-deildinni á næsta tímabili og liðið getur fallið í dag. David Moyes og félagar eru í neðsta sæti deildarinnar með 21 stig, 12 stigum frá öruggu sæti. Sunderland hefur leikið í úrvalsdeildinni frá 2007.13:20: West Ham og Bournemouth eiga bæði möguleika á að komast upp í 9. sæti deildarinnar. West Ham sækir Stoke heim og Bournemouth mætir botnliði Sunderland á Ljósvangi.13:18: Hull getur sett Swansea í afar erfiða stöðu með sigri á Southampton. Hull og Swansea eru í 17. og 18. sæti deildarinnar en tveimur stigum munar á liðunum. Swansea mætir Manchester United í hádeginu á morgun.13:15: Góðan daginn og velkomin til leiks! Það eru fimm leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og við munum fylgjast með því helsta sem gerist. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Burnley steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni með 0-2 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Þetta var fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu en hann skilaði liðinu upp í 14. sæti deildarinnar. Ashley Barnes kom Burnley yfir strax á 7. mínútu. Hann skoraði aftur skömmu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna þess að Barnes handlék boltann. Andre Gray kláraði svo leikinn þegar hann skoraði annað mark Burnley á 85. mínútu. Þetta var níunda mark Grays á tímabilinu. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley sem er átta stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.18:25: Leik lokið! Fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu staðreynd. Liðið er svo gott sem hólpið.18:15: MARK!!! Andre Gray sleppur einn í gegn og þrumar boltanum framhjá Hennessey! Stefnir allt í fyrsta útisigur Burnley á tímabilinu.17:55: Delaney með gott skot sem Tom Heaton gerir vel í að slá yfir slána.17:36: Madley flautar seinni hálfleikinn á.17:21: Robert Madley flautar til hálfleiks. Burnley leiðir 0-1, þökk sé marki Barnes.17:08: Damian Delaney með skot framhjá úr góðu færi. Hinum megin á Sam Vokes skalla sem Wayne Hennessey ver.16:46: Barnes skorar aftur en markið er dæmt af vegna hendi.16:38: MARK!!! Ashley Barnes kemur Burnley yfir, þvert gegn gangi leiksins. Palace hefur byrjað leikinn mun betur en Burnley er komið yfir.16:30: Það er búið að flauta til leiks á Selhurst Park.King skorar sigurmark Bournemouth.vísir/getty15:53: Leik lokið! Það er búið að flauta af á öllum völlum. Sunderland er fallið.15:49: Allt að gerast! Southampton fær víti gegn Hull. Dusan Tadic fer á punktinn en Eldin Jakupovic ver spyrnu hans! Þetta gæti reynst dýrmætt í fallbaráttunni.15:47: MARK!!! Joshua King kemur Bournemouth yfir gegn Sunderland sem er núna dauðadæmt. Hinn norski King hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað grimmt.15:39: Byrjunarliðið hjá Burnley er komið og Jóhann Berg Guðmundsson er því miður ekki í því. Okkar maður er á bekknum.15:26: Jack Butland hefur verið góður í marki Stoke og átt nokkrar flottar vörslur frá leikmönnum West Ham.15:12: Það er búið að flauta aftur til leiks á öllum völlum.14:50: Það er kominn hálfleikur á öllum völlum. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í leikjunum fjórum en þeim fjölgar vonandi í þeim seinni.14:44: MARK!!! Loksins, loksins. Jamie Vardy kemur Leicester yfir gegn West Brom með fyrsta marki dagsins. Þetta er þrettánda mark enska landsliðsmannsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.14:35: Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í leikjum dagsins. Það hlýtur að styttast í það.Mark Clattenburg dæmir sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag.vísir/getty14:07: Hull-maðurinn Kamil Grosicki með skot í slána á marki Southampton beint úr aukaspyrnu.14:00: Það er búið á flauta til leiks á Maríuvöllum, Britannia, Ljósvangi og The Hawthornes.13:24: Eftir stórkostlegt gengi í fyrstu leikjunum undir stjórn Craigs Shakespeare hefur Leicester gefið eftir og ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Refirnir eru sex stigum frá fallsæti og ættu því að vera nokkuð öruggir með að spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Leicester mætir West Brom á The Hawthornes. Strákarnir hans Tonys Pulis hafa gefið hressilega eftir að undanförnu og tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.13:22: Það bendir allt til þess að Sunderland leiki í B-deildinni á næsta tímabili og liðið getur fallið í dag. David Moyes og félagar eru í neðsta sæti deildarinnar með 21 stig, 12 stigum frá öruggu sæti. Sunderland hefur leikið í úrvalsdeildinni frá 2007.13:20: West Ham og Bournemouth eiga bæði möguleika á að komast upp í 9. sæti deildarinnar. West Ham sækir Stoke heim og Bournemouth mætir botnliði Sunderland á Ljósvangi.13:18: Hull getur sett Swansea í afar erfiða stöðu með sigri á Southampton. Hull og Swansea eru í 17. og 18. sæti deildarinnar en tveimur stigum munar á liðunum. Swansea mætir Manchester United í hádeginu á morgun.13:15: Góðan daginn og velkomin til leiks! Það eru fimm leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og við munum fylgjast með því helsta sem gerist.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn