Ævintýri Shakespeare á enda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2017 06:45 Tom Davies kom Everton yfir eftir aðeins 31 sekúndu gegn Leicester sem. Enginn skorað jafnsnemma leiks í ensku úrvalsdeildinni í vetur. nordicphoto/getty Leicester City var búið að vinna alla sex leiki sína undir stjórn Craig Shakespeare. Goodison Park var aftur á móti hindrunin sem Leicester komst ekki yfir. Fyrri hálfleikurinn var ótrúleg skemmtun þar sem fyrsta markið kom á fyrstu mínútu. Það mark skoruðu heimamenn en það virtist eingöngu kveikja neistann hjá Leicester.Kominn með 23 mörk á tímabilinu Meistararnir svöruðu nefnilega með tveimur mörkum á sex mínútna kafla og komust yfir. Sveinar Shakespeare voru þó ekki lengi í paradís því Everton var komið í 3-2 fyrir hlé. Ótrúlegur hálfleikur. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Romelu Lukaku, afgreiddi síðan leikinn með sínu 23 marki í deildinni í vetur í síðari hálfleik. Þessi sigur Everton var ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að þetta var sjöundi heimaleikurinn í röð sem liðið vinnur. „Við stóðum okkur mjög vel og þurfum að gera það sama er við spilum útileiki,“ sagði tveggja marka maðurinn, Romelu Lukaku. „Við viljum berjast um sætin við Man. Utd og Arsenal. Þá verðum við að vinna fleiri leiki og ekki bara heimaleiki. Það var gott að spila með Ross Barkley í dag og hann bjó mikið til fyrir mig. Vonandi heldur þetta áfram hjá okkur.“Erfiðir leikir framundan Þau voru þung og leiðinleg skrefin hjá Shakespeare eftir leikinn enda alltaf ömurlegt er sigurhrina tekur enda. Ekki heldur besti undirbúningurinn fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Atletico Madrid í vikunni. „Það eru erfiðir leikir fram undan þannig að við megum ekki dvelja við þennan leik of lengi,“ sagði Shakespeare eftir leikinn. „Ég var mjög ósáttur við hvernig við hófum þennan leik en sýndum karakter með því að koma til baka. Það var samt svekkjandi að tapa leiknum að lokum á föstum leikatriðum. Við ræddum saman eftir leikinn og vitum að við verðum að vera grimmari í föstu leikatriðunum.“ Shakespeare hristi aðeins upp í byrjunarliðinu fyrir leikinn en vildi ekki meina að það hafi komið niður á leik liðsins. „Mér fannst það ekki trufla taktinn í leik liðsins. Við erum með sterkan hóp og ég hef mikla trú á öllum okkar leikmönnum. Við reyndum að vinna og verðum bara að sætta okkur við að það gekk ekki upp. Mér finnst ég hafa náð að setja mitt mark á liðið. Þetta er einstakur hópur leikmanna og ég hef aldrei unnið með drengjum sem hafa eins gott viðhorf og strákarnir í þessu liði.“ Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Leicester City var búið að vinna alla sex leiki sína undir stjórn Craig Shakespeare. Goodison Park var aftur á móti hindrunin sem Leicester komst ekki yfir. Fyrri hálfleikurinn var ótrúleg skemmtun þar sem fyrsta markið kom á fyrstu mínútu. Það mark skoruðu heimamenn en það virtist eingöngu kveikja neistann hjá Leicester.Kominn með 23 mörk á tímabilinu Meistararnir svöruðu nefnilega með tveimur mörkum á sex mínútna kafla og komust yfir. Sveinar Shakespeare voru þó ekki lengi í paradís því Everton var komið í 3-2 fyrir hlé. Ótrúlegur hálfleikur. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Romelu Lukaku, afgreiddi síðan leikinn með sínu 23 marki í deildinni í vetur í síðari hálfleik. Þessi sigur Everton var ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að þetta var sjöundi heimaleikurinn í röð sem liðið vinnur. „Við stóðum okkur mjög vel og þurfum að gera það sama er við spilum útileiki,“ sagði tveggja marka maðurinn, Romelu Lukaku. „Við viljum berjast um sætin við Man. Utd og Arsenal. Þá verðum við að vinna fleiri leiki og ekki bara heimaleiki. Það var gott að spila með Ross Barkley í dag og hann bjó mikið til fyrir mig. Vonandi heldur þetta áfram hjá okkur.“Erfiðir leikir framundan Þau voru þung og leiðinleg skrefin hjá Shakespeare eftir leikinn enda alltaf ömurlegt er sigurhrina tekur enda. Ekki heldur besti undirbúningurinn fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Atletico Madrid í vikunni. „Það eru erfiðir leikir fram undan þannig að við megum ekki dvelja við þennan leik of lengi,“ sagði Shakespeare eftir leikinn. „Ég var mjög ósáttur við hvernig við hófum þennan leik en sýndum karakter með því að koma til baka. Það var samt svekkjandi að tapa leiknum að lokum á föstum leikatriðum. Við ræddum saman eftir leikinn og vitum að við verðum að vera grimmari í föstu leikatriðunum.“ Shakespeare hristi aðeins upp í byrjunarliðinu fyrir leikinn en vildi ekki meina að það hafi komið niður á leik liðsins. „Mér fannst það ekki trufla taktinn í leik liðsins. Við erum með sterkan hóp og ég hef mikla trú á öllum okkar leikmönnum. Við reyndum að vinna og verðum bara að sætta okkur við að það gekk ekki upp. Mér finnst ég hafa náð að setja mitt mark á liðið. Þetta er einstakur hópur leikmanna og ég hef aldrei unnið með drengjum sem hafa eins gott viðhorf og strákarnir í þessu liði.“
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira