Coutinho hrósar fótboltagáfum Roberto Firmino Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 11:30 Philippe Coutinho og Roberto Firmino. Vísir/Getty Brasilíumennirnir Philippe Coutinho og Roberto Firmino breyttu tapi í sigur hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi eftir að þeir komu inn á sem varamenn á móti Stoke. Brassarnir eru miklir mátar og Philippe Coutinho er ekki spar á hrósið þegar að landa hans. „Roberto er svo klár leikmaður. Hann kemur með þessi skáhöllu hlaup sem eru svo mikilvæg fyrir okkar leik hjá Liverpool,“ sagði Philippe Coutinho um Roberto Firmino í viðtali við opinbera tímarit Liverpool. „Hann er alltaf til staðar að bjóða sig og hann er alltaf að búa til færi fyrir liðið þó að hann sé ekki að fá alltaf færið sjálfur,“ sagði Coutinho. „Við erum að spila saman hér og þekkjum hvorn annan vel þegar við förum saman til að spila fyrir Brasilíu. Við þekkjum hreyfingar hvors annars og það er gott að hafa þegar við æfum eða spilum saman,“ sagði Coutinho. „Roberto er frábær náungi. Hann er mjög góður með boltann og mjög sterkur líkamlega. Hann er kannski ekki eins hávaxinn og sumir framherjar en það sjá allir hvað hann er hraustur. Hann býr til tækifæri fyrir aðra á vellinum með hlaupunum sínum. Þetta er okkur mjög mikilvægt,“ sagði Coutinho. Philippe Coutinho er með 9 mörk og 6 stoðsendingar í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Roberto Firmino er með 10 mörk og 9 stoðsendingar. Saman eru þeir því með 19 mörk og 15 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Sadio Mané er hinsvegar markahæstur hjá Liverpool með 13 mörk en Senegalinn hefur einnig gefið 6 stoðsendingar. Mane er meiddur og spilar ekki meira á leiktíðinni og því mun það vera mikið á herðum Philippe Coutinho og Roberto Firmino að skora og búa til mörkin sem koma Liverpool aftur í Meistaradeildina. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáið endurkomu Liverpool, markaveisluna í Guttagarði og enn eitt markið hjá Zlatan | Myndbönd Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni unnu öll leiki sína um helgina og því breyttist staðan ekki neitt í efstu sætunum deildarinnar. Það var hinsvegar nóg af mörkum og flottum tilþrifum í leikjum helgarinnar. 10. apríl 2017 09:15 Klopp: Coutinho missti þrjú kíló á þremur dögum Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Philippe Coutinho hafi misst þrjú kíló á þremur dögum fyrir leikinn gegn Stoke í gær en hann hafi verið veikur í vikunni. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Brasilíumennirnir Philippe Coutinho og Roberto Firmino breyttu tapi í sigur hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi eftir að þeir komu inn á sem varamenn á móti Stoke. Brassarnir eru miklir mátar og Philippe Coutinho er ekki spar á hrósið þegar að landa hans. „Roberto er svo klár leikmaður. Hann kemur með þessi skáhöllu hlaup sem eru svo mikilvæg fyrir okkar leik hjá Liverpool,“ sagði Philippe Coutinho um Roberto Firmino í viðtali við opinbera tímarit Liverpool. „Hann er alltaf til staðar að bjóða sig og hann er alltaf að búa til færi fyrir liðið þó að hann sé ekki að fá alltaf færið sjálfur,“ sagði Coutinho. „Við erum að spila saman hér og þekkjum hvorn annan vel þegar við förum saman til að spila fyrir Brasilíu. Við þekkjum hreyfingar hvors annars og það er gott að hafa þegar við æfum eða spilum saman,“ sagði Coutinho. „Roberto er frábær náungi. Hann er mjög góður með boltann og mjög sterkur líkamlega. Hann er kannski ekki eins hávaxinn og sumir framherjar en það sjá allir hvað hann er hraustur. Hann býr til tækifæri fyrir aðra á vellinum með hlaupunum sínum. Þetta er okkur mjög mikilvægt,“ sagði Coutinho. Philippe Coutinho er með 9 mörk og 6 stoðsendingar í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Roberto Firmino er með 10 mörk og 9 stoðsendingar. Saman eru þeir því með 19 mörk og 15 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Sadio Mané er hinsvegar markahæstur hjá Liverpool með 13 mörk en Senegalinn hefur einnig gefið 6 stoðsendingar. Mane er meiddur og spilar ekki meira á leiktíðinni og því mun það vera mikið á herðum Philippe Coutinho og Roberto Firmino að skora og búa til mörkin sem koma Liverpool aftur í Meistaradeildina.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáið endurkomu Liverpool, markaveisluna í Guttagarði og enn eitt markið hjá Zlatan | Myndbönd Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni unnu öll leiki sína um helgina og því breyttist staðan ekki neitt í efstu sætunum deildarinnar. Það var hinsvegar nóg af mörkum og flottum tilþrifum í leikjum helgarinnar. 10. apríl 2017 09:15 Klopp: Coutinho missti þrjú kíló á þremur dögum Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Philippe Coutinho hafi misst þrjú kíló á þremur dögum fyrir leikinn gegn Stoke í gær en hann hafi verið veikur í vikunni. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Sjáið endurkomu Liverpool, markaveisluna í Guttagarði og enn eitt markið hjá Zlatan | Myndbönd Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni unnu öll leiki sína um helgina og því breyttist staðan ekki neitt í efstu sætunum deildarinnar. Það var hinsvegar nóg af mörkum og flottum tilþrifum í leikjum helgarinnar. 10. apríl 2017 09:15
Klopp: Coutinho missti þrjú kíló á þremur dögum Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Philippe Coutinho hafi misst þrjú kíló á þremur dögum fyrir leikinn gegn Stoke í gær en hann hafi verið veikur í vikunni. 9. apríl 2017 19:30