Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbæ Stokkhólms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2017 16:41 Minnst þrír eru látnir. Vísir/EPA „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
„Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10
Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08
Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53