Erlent

Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í Stokkhólmi í dag.
Frá vettvangi í Stokkhólmi í dag. Vísir/EPA
Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun í miðbæ Stokkhólms rétt fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Fyrstu fregnir herma að þrír séu látnir en margt er á huldu varðandi atburðarásina og afleiðingarnar.

Fréttir eru fluttar jafnóðum af stöðunni í Stokkhólmi hér.

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir í Stokkhólmi og biður utanríkisráðuneytið þá um að láta vandamenn vita af sér. Ef aðstoðar er þörf er bent á borgaraþjónustuna í síma 545-9900.

Þá hefur sendiráð Íslands í Stokkhóllmi sent frá sér eftirfarandi skilaboð:

„Vegna fregna af meintri árás á Drottninggatan hvetjum við Íslendinga í Stokkhólmi að halda sig frá miðbænum og fylgjast vel með fréttum í sænskum fjölmiðlum og virða tilmæli lögreglu í hvívetna. Við hvetjum fólk einnig til að láta vini og ættingja vita af sér en hafa samband við Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 ef aðstoðar er þörf. 

Athugið að búið er að loka ýmsum svæðum í miðbænum og fréttir hafi einnig borist af því að vissar lestar- og strætisvagnaleiðir séu lokaðar.

Sendiráðið fylgist grannt með framvindu mála.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×