Erlent

Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Vísir/EPA
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða þegar vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Minnst þrír eru látnir og átta slasaðir.

„Það hefur verið ráðist á Svíþjóð,“ skrifar Löfven á Facebook-síðu sína.

Biðlar hann til íbúa Stokkhólms um að vera á varðbergi og hlýða fyrirmælum lögreglu. Þá segir hann að sænska ríkisstjórnin muni gera allt sem til þarf við aðstoða lögreglu og aðra sem koma að málinu.

„Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og ástvinum þeirra, sem og allra Svía á þessum erfiðu tímum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×