Grét þegar að hann fór frá Chelsea: „Hefði átt að fatta að þetta var röng ákvörðun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 08:30 Damien Duff grét ekki þegar hann var að vinna Englandsmeistaratitla með Frank Lampard og Eiði Smára. vísir/getty Fyrrverandi fótboltamaðurinn Damien Duff viðurkennir að hafa grátið þegar hann yfirgaf Chelsea og gekk í raðir Newcastle árið 2006. Hann segir það hafa verið ranga ákvörðun hjá sér. Duff átti þrjár mjög flottar leiktíðir á Stamford Bridge og varð Englandsmeistari í tvígang undir stjórn José Mourinho auk þess sem hann fagnaði deildabikarnum með liðinu. Hann var seldur til Newcastle árið 2006. Duff spilaði sinn besta fótbolta á ferlinum á kantinum hjá Chelsea sem var frábært sóknarlið með Arjen Robben á hinum vængnum og Didier Drogba frammi. „Ég grét daginn sem ég yfirgaf Chelsea. Þegar ég horfi til baka hefði ég átt að fatta að ég var að taka ranga ákvörðun þar sem ég grét ekki þegar ég yfirgaf Blackburn, Newcastle eða Fulham. Ég grét ekki einu sinni þegar ég lagði skóna á hilluna. En þetta var mín ákvörðun,“ segir Duff í viðtali við fótboltatímaritið Four Four Two. Þessi fyrrverandi írski landsliðsmaður lauk ferlinum í heimalandinu með Shamrock Rovers áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2015. Hann segir frá því í viðtalinu að honum bauðst nokkrum sinnum að ganga í raðir Liverpool. „Ég var nálægt því að fara til Liverpool tvisvar eða þrisvar sinnum. Fyrst var það árið áður en ég fór til Chelsea. Þá langaði mig að fara en Blacburn vildi svo mikinn pening fyrir mig. Svo vildi Liverpool aftur fá mig þegar ég fór frá Chelsea,“ segir Damien Duff. Írinn spilaði yfir 600 leiki með félagsliðum á ferlinum og náði 100 landsleikjum. Hann starfar nú sem þjálfari hjá Shamrock Rovers. Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira
Fyrrverandi fótboltamaðurinn Damien Duff viðurkennir að hafa grátið þegar hann yfirgaf Chelsea og gekk í raðir Newcastle árið 2006. Hann segir það hafa verið ranga ákvörðun hjá sér. Duff átti þrjár mjög flottar leiktíðir á Stamford Bridge og varð Englandsmeistari í tvígang undir stjórn José Mourinho auk þess sem hann fagnaði deildabikarnum með liðinu. Hann var seldur til Newcastle árið 2006. Duff spilaði sinn besta fótbolta á ferlinum á kantinum hjá Chelsea sem var frábært sóknarlið með Arjen Robben á hinum vængnum og Didier Drogba frammi. „Ég grét daginn sem ég yfirgaf Chelsea. Þegar ég horfi til baka hefði ég átt að fatta að ég var að taka ranga ákvörðun þar sem ég grét ekki þegar ég yfirgaf Blackburn, Newcastle eða Fulham. Ég grét ekki einu sinni þegar ég lagði skóna á hilluna. En þetta var mín ákvörðun,“ segir Duff í viðtali við fótboltatímaritið Four Four Two. Þessi fyrrverandi írski landsliðsmaður lauk ferlinum í heimalandinu með Shamrock Rovers áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2015. Hann segir frá því í viðtalinu að honum bauðst nokkrum sinnum að ganga í raðir Liverpool. „Ég var nálægt því að fara til Liverpool tvisvar eða þrisvar sinnum. Fyrst var það árið áður en ég fór til Chelsea. Þá langaði mig að fara en Blacburn vildi svo mikinn pening fyrir mig. Svo vildi Liverpool aftur fá mig þegar ég fór frá Chelsea,“ segir Damien Duff. Írinn spilaði yfir 600 leiki með félagsliðum á ferlinum og náði 100 landsleikjum. Hann starfar nú sem þjálfari hjá Shamrock Rovers.
Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira