Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00