Fótbolti

Sjáðu kappræður Björns og Guðna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðni Bergsson og Björn Einarsson, frambjóðendur til formannsembættis KSÍ, voru gestir í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 og ræddu um kjörið sem fer fram á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á laugardag.

Hörður Magnússon stýrði umræðunum þar sem frambjóðendur skýrðu frá höfuðáherslum sínum.

Björn Einarsson, sem er formaður Víkings, hyggst vinna launalaust fyrir KSÍ en Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrum landsliðsfyrirliði, hyggst ekki breyta núverandi fyrirkomulagi um laun formanns.

Þá var einnig fjallað um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála til sambandsins en Björn er ekki hrifinn af þeim.

Þá hvatti Björn til þess að stigið yrði varlega til jarðar þegar hugmyndir um stækkun Laugardalsvallar væru ræddar.

Sjáðu þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×