Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 08:00 Guðni Bergsson er sjálfur fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Vísir/Eyþór Guðni Bergsson segir í samtali við BBC World Service að þeir Gary Neville og Frank Lampard væru vel til þess fallnir að gegna stjórnunarstöðum innan knattspyrnunnar. Guðni var í viðtali við breska ríkisútvarpið í tilefni af formannskjöri KSÍ sem fer fram á laugardag. Guðni hefur talað fyrir því að ráða til KSÍ sérstakan yfirmann knattspyrnumála sem myndi hafa yfirumsjón með öllu landsliðsstarfi sambandsins. Starf knattspyrnusambandsins í Englandi er nú til skoðunar í breska þinginu en yfirvöld í Bretlandi hafa hótað því að skera niður framlög til þess nema að sambandið geri breytingar á starfi sambandsins sem yfirvöld telja nauðsynlegar. Guðni telur að menn eins og Neville og Lampard, sem lagði skóna nýverið á hilluna, myndu styrkja ímynd og ákvarðanatöku í knattspyrnheiminum. Sjálfur lék Guðni lengi á Englandi, fyrst með Tottenham og svo Bolton við góðan orðstír. „Það er mikiklvægt að hafa skýra sýn á fótboltann og hvað það er sem skiptir raunverulegu máli, hvort sem það snýr að þjálfun, stjórnun eða aðbúnaði.“ „Þú þarft að vita hvernig knattspyrnufélög starfa og hvernig lið ná árangri. Það eru fyrst og fremst knattspyrnumennirnir, sem hafa æft síðan þeir voru sjö ára og leikið sem atvinnumenn, sem búa yfir slíkri reynslu.“ Guðni bendir á Bayern München sem fyrirmynd í þessum efnum en forsetinn Uli Höness og framkvæmdastjórinn Karl-Heinz Rummenigge eru báðir fyrrum leikmenn liðsins og landsliðsmenn. Guðni segir um framboð sitt að hann myndi halda áfram með það starf sem unnið hefur verið innan KSÍ. „Ég vil halda áfram með þá góða vinnu sem hefur verið unnin innan íslensks fótbolta undanfarin ár. Það var frábært að vinna England á EM síðasta sumar og ná svona langt í keppninni. Kvennalandsliðið er svo á leið á EM næsta sumar. Við viljum ná viðlíka árangri áfram,“ sagði Guðni. Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Guðni Bergsson segir í samtali við BBC World Service að þeir Gary Neville og Frank Lampard væru vel til þess fallnir að gegna stjórnunarstöðum innan knattspyrnunnar. Guðni var í viðtali við breska ríkisútvarpið í tilefni af formannskjöri KSÍ sem fer fram á laugardag. Guðni hefur talað fyrir því að ráða til KSÍ sérstakan yfirmann knattspyrnumála sem myndi hafa yfirumsjón með öllu landsliðsstarfi sambandsins. Starf knattspyrnusambandsins í Englandi er nú til skoðunar í breska þinginu en yfirvöld í Bretlandi hafa hótað því að skera niður framlög til þess nema að sambandið geri breytingar á starfi sambandsins sem yfirvöld telja nauðsynlegar. Guðni telur að menn eins og Neville og Lampard, sem lagði skóna nýverið á hilluna, myndu styrkja ímynd og ákvarðanatöku í knattspyrnheiminum. Sjálfur lék Guðni lengi á Englandi, fyrst með Tottenham og svo Bolton við góðan orðstír. „Það er mikiklvægt að hafa skýra sýn á fótboltann og hvað það er sem skiptir raunverulegu máli, hvort sem það snýr að þjálfun, stjórnun eða aðbúnaði.“ „Þú þarft að vita hvernig knattspyrnufélög starfa og hvernig lið ná árangri. Það eru fyrst og fremst knattspyrnumennirnir, sem hafa æft síðan þeir voru sjö ára og leikið sem atvinnumenn, sem búa yfir slíkri reynslu.“ Guðni bendir á Bayern München sem fyrirmynd í þessum efnum en forsetinn Uli Höness og framkvæmdastjórinn Karl-Heinz Rummenigge eru báðir fyrrum leikmenn liðsins og landsliðsmenn. Guðni segir um framboð sitt að hann myndi halda áfram með það starf sem unnið hefur verið innan KSÍ. „Ég vil halda áfram með þá góða vinnu sem hefur verið unnin innan íslensks fótbolta undanfarin ár. Það var frábært að vinna England á EM síðasta sumar og ná svona langt í keppninni. Kvennalandsliðið er svo á leið á EM næsta sumar. Við viljum ná viðlíka árangri áfram,“ sagði Guðni.
Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira