Erlent

Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi

atli ísleifsson skrifar
Hinn 39 ára Emmanuel Macron hefur áður gegnt embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Francois Hollande Frakklandsforseta.
Hinn 39 ára Emmanuel Macron hefur áður gegnt embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Francois Hollande Frakklandsforseta. Vísir/AFP
Óháði frambjóðandinn Emmanuel Macron mælist nú í skoðanakönnunum með mest fylgi af þeim sem bjóða sig fram í frönsku forsetakosningunum í vor.

Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen, formann Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. SVT segir frá þessu.

Hinn 39 ára Macron hefur áður gegnt embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Francois Hollande Frakklandsforseta.

Samkvæmt könnun Opinionway myndi frambjóðandi Repúblikana, François Fillon, einungis ná 20 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna og ekki ná í þá síðari þar sem kosið er á milli tveggja efstu.

Fillon hyggst halda blaðamannafund síðar í dag þar sem hann mun ræða þær ásakanir sem á hann hafa verið bornar, um að hann hafi haft eiginkonu sína og börn á launaskrá sem aðstoðarmenn hans, án þess að þau hafi skilað eðlilegu vinnuframlagi.

Margir hafa þrýst á hann að draga framboð sitt til baka, meðal annars aðrir hægrimenn.

Áður en þessar ásakanir komu fram þótti Fillon líklegastur til að bera sigur úr býtum í kosningunum.


Tengdar fréttir

Nýjar ásakanir á hendur Francois Fillon

Forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana er sakaður um að hafa í krafti stöðu sinnar útvegað eiginkonu sinni og börnum laun úr opinberum sjóðum fyrir litla sem enga vinnu.

Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons

Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a

Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans

Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×