Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Þórgnýr einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 François Fillon er sakaður um spillingu. Nordicphotos/AFP „Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
„Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48