Tilnefnir nýjan hæstaréttardómara í kvöld: Trump boðar tvo dómara til Washington atli ísleifsson skrifar 31. janúar 2017 21:53 Thomas Hardiman og Neil Gorsuch eru taldir líklegastir. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55