Hver er Merrick Garland? Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 14:55 Merick Garland hefur starfað sem dómari viðalríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C. Vísir/AFP Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn. Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn.
Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35
Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27
Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila