Hver er Merrick Garland? Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 14:55 Merick Garland hefur starfað sem dómari viðalríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C. Vísir/AFP Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn. Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn.
Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35
Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27
Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent