Hver er Merrick Garland? Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 14:55 Merick Garland hefur starfað sem dómari viðalríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C. Vísir/AFP Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn. Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn.
Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35
Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27
Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30