Enski boltinn

Hull selur sinn besta mann til West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snodgrass er kominn með sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Snodgrass er kominn með sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
West Ham hefur fest kaup á skoska kantmanninum Robert Snodgrass frá Hull City.

West Ham borgaði 10,2 milljónir punda fyrir Snodgrass sem skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Snodgrass var besti leikmaður Hull fyrri hluta tímabilsins. Hann hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Snodgrass kom til Hull frá Norwich City 2014. Hann meiddist illa í leik gegn QPR þá haustið og var frá í rúmt ár. Snodgrass spilaði 24 leiki í B-deildinni á síðasta tímabili og hjálpaði Hull að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.

Snodgrass er annar leikmaðurinn sem West Ham fær í janúarglugganum. Í síðustu viku kom portúgalski miðvörðurinn Jose Fonte frá Southampton.

West Ham er í 10. sæti deildarinnar með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×