Erlent

El Chapo framseldur til Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Fíkniefnabaróninn Joaquin "El Chapo“ Guzman skömmu fyrir áramót.
Fíkniefnabaróninn Joaquin "El Chapo“ Guzman skömmu fyrir áramót. Vísir/Getty

Fíkniefnabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman hefur verið framseldur frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Sex mismunandi embætti í Bandaríkjunum vilja rétta fyrir honum fyrir fíkniefnasmygl og aðra glæpi. Hann var framseldur eftir að hæstiréttur Mexíkó og áfrýjunarréttur höfnuðu beiðni hans um að hann yrði ekki framseldur.

Árið 2015 tókst Guzman að flýja úr fangelsi í Mexíkó í gegnum göng sem höfðu verið grafin undir það. Göngin voru rúmlega eins og hálfs kílómetra löng og búið var að koma mótorhjóli þar fyrir svo Guzman gæti verið fljótur þar í gegn.

Hann var svo handsamaður hálfu ári seinna í mjög frægri handtöku, sem minnti helst á hasarmynd. Skömmu áður en hann var handtekinn hafði leikarinn Sean Penn ferðast til frumskóga Mexíkó til að taka viðtal við Guzman sem birtist í Rolling Stone.

Samkvæmt NBC News liggur ekki fyrir hvar Í Bandaríkjunum Guzman verður fyrst leiddur fyrir dómara.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.