Fíkniefnabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman hefur verið framseldur frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Sex mismunandi embætti í Bandaríkjunum vilja rétta fyrir honum fyrir fíkniefnasmygl og aðra glæpi. Hann var framseldur eftir að hæstiréttur Mexíkó og áfrýjunarréttur höfnuðu beiðni hans um að hann yrði ekki framseldur.
Árið 2015 tókst Guzman að flýja úr fangelsi í Mexíkó í gegnum göng sem höfðu verið grafin undir það. Göngin voru rúmlega eins og hálfs kílómetra löng og búið var að koma mótorhjóli þar fyrir svo Guzman gæti verið fljótur þar í gegn.
Hann var svo handsamaður hálfu ári seinna í mjög frægri handtöku, sem minnti helst á hasarmynd. Skömmu áður en hann var handtekinn hafði leikarinn Sean Penn ferðast til frumskóga Mexíkó til að taka viðtal við Guzman sem birtist í Rolling Stone.
Samkvæmt NBC News liggur ekki fyrir hvar Í Bandaríkjunum Guzman verður fyrst leiddur fyrir dómara.
El Chapo framseldur til Bandaríkjanna

Tengdar fréttir

Sean Penn opnar sig um viðtalið við El Chapo: Segir mexíkósk yfirvöld gera sig að blóraböggli
Segir blaðamenn öfundsjúka yfir því að hann hafi náð viðtalinu.

Leyfilegt að framselja „El Chapo“ til Bandaríkjanna
Guzman stjórnaði einum stærstu glæpasamtökum Mexíkó áður en hann var handsamaður árið 2014.

Penn var gáttaður á því að El Chapo vildi hitta sig
Sjáðu viðtalið sem 60 minutes tók við Sean Penn um fund hans með El Chapo í Mexíkó.

„El Chapo“ skrefinu nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna
Dómstóll í Mexíkó hafnaði í dag áfrýjun Joaquín "El Chapo“ Guzmán vegna framsalsins hans til Bandaríkjanna.