Erlent

Birtu myndband af handtöku El Chapo

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn réðust inn í fylgsni El Chapo.
Hermenn réðust inn í fylgsni El Chapo.
Yfirvöld í Mexíkó hafa gefið út myndband af handtöku fíkniefnabarónsins Joaquin Guzman, eða El Chapo, á föstudaginn. Hermenn gerðu árás á felustað hans og lentu þeir í skotbardaga við fylgismenn Guzman. Hans hefur verið leitað frá því að hann gróf sér göng öryggisfangelsi í Mexíkó fyrir um hálfu ári síðan.Sjá einnig: Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El ChapoSautján hermenn tóku þátt í árásinni og voru glæpamennirnir tólf. Fimm voru skotnir til bana af hermönnunum og einn hermaður særðist.Yfirvöld vilja ekki segja til um hvaða upplýsingar leiddu til handtöku hans. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir að ljóst sé að fyrst að El Chapo gerði mistök, muni einhver annar gera þau einni. Það sé ástæða þess að ekki verði gefið út nákvæmlega hvernig hann fannst. Þó segja yfirvöld í Mexíkó að fundur leikarins Sean Penn með Guzman hafi hjálpað til.Ljóst er að leikarinn, sem tók viðtal við El Chapo, áður en hann var handtekinn, var undir eftirliti. Penn hitti leikkonu frá Mexíkó sem kom honum í kynni við fíkniefnabaróninn og hafa verið birtar myndir af þeim þar sem þau voru á leið á fund með Guzman.AP fréttaveitan segir að leikkonan, Kate del Castillo, hafi verið undir eftirliti vegna samskipta hennar við lögmenn Guzman.


Tengdar fréttir

Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo

Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi.

Óvissa með framsal El Chapo

Óvissa ríkir um framsal kókaínbarónsins Joaquín Guzmán, oft kallaður El Chapo, til Bandaríkjanna frá Mexíkó. El Chapo var handsamaður í Mexíkó um helgina, hálfu ári eftir að hann slapp úr fangelsi þar í landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.