Erlent

Leyfilegt að framselja „El Chapo“ til Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Jaquin "El Chapo“ Guzman.
Jaquin "El Chapo“ Guzman. Vísir/EPA
Dómari í Mexíkó hefur úrskurðað að eiturlyfjabaróninn frægi Jaquin „El Chapo“ Guzman geti verið framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur þegar verið fluttur til fangelsis við landamæri Bandaríkjanna. Guzman stjórnaði einum stærstu glæpasamtökum Mexíkó áður en hann var handsamaður árið 2014.

Hann slapp svo úr fangelsi í fyrra en var handsamaður aftur nú í janúar. Leikarinn Sean Penn tók viðtal við Guzman og var hann sagður hafa leitt yfirvöld að eiturlyfjabaróninum.

Sjá einnig: Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo

Guzman á yfir höfði sér ákærur í Bandaríkjunum vegna fíkniefnasmygls, mannrána og morða í nokkrum borgum landsins.

Yfirvöld í Mexíkó segja að hann verði fluttur til Bandaríkjanna á fyrri hluta ársins, en lögmaður hans segir það vera brot á mannréttindum hans. Enn eigi eftir að taka fyrir níu áfrýjanir vegna framsalsins. Samkvæmt heimildum Reuters, veltur framsalið þó á forseta Mexíkó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×