Penn var gáttaður á því að El Chapo vildi hitta sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 15:36 Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent