„El Chapo“ skrefinu nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2016 23:30 Joaquín „El Chapo“ Guzmán dvelur nú í öryggisfangelsi í bænum Ciudad Juarez, nærri bandarísku landamærunum. Vísir/AFP Mexíkóski eiturlyfjakóngurinn Joaquín „El Chapo“ Guzmán er nú skrefinu nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Dómstóll í Mexíkó hafnaði í dag áfrýjun Guzman vegna framsalsins. Í frétt BBC kemur frma að verjendur Guzman segi að þeir muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómsstigs, alla leið til hæstaréttar landsins gerist þess þörf. Guzman var handtekinn í janúar síðastliðinn eftir að hafa strokið úr öryggisfangelsi hálfu ári fyrr, en hann var forsprakki eiturlyfjahringsins alræmda, Sinaloa. Mexíkóska utanríkisráðuneytið heimilaði í maí að Guzman skyldi framseldur til Bandaríkjanna, eftir að hafa fengið fullvissu um að Guzman biði ekki dauðadóms í landinu. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Guzman vegna ólöglegra eiturlyfjaviðskipta og morða, en hann dvelur nú í öryggisfangelsi í bænum Ciudad Juarez, nærri bandarísku landamærunum. Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu í júlí 2015 í gegnum löng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir meðal óhreina taus fanganna. Tengdar fréttir Sean Penn opnar sig um viðtalið við El Chapo: Segir mexíkósk yfirvöld gera sig að blóraböggli Segir blaðamenn öfundsjúka yfir því að hann hafi náð viðtalinu. 15. janúar 2016 15:05 Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. 10. janúar 2016 12:24 Leyfilegt að framselja „El Chapo“ til Bandaríkjanna Guzman stjórnaði einum stærstu glæpasamtökum Mexíkó áður en hann var handsamaður árið 2014. 9. maí 2016 18:14 Sex handteknir grunaðir um að hafa hjálpað El Chapo að strjúka Á meðal þeirra sem eru í haldi er mágur hans, sem talinn er hafa skipulagt flóttann úr fangelsinu. 22. október 2015 07:16 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Mexíkóski eiturlyfjakóngurinn Joaquín „El Chapo“ Guzmán er nú skrefinu nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Dómstóll í Mexíkó hafnaði í dag áfrýjun Guzman vegna framsalsins. Í frétt BBC kemur frma að verjendur Guzman segi að þeir muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómsstigs, alla leið til hæstaréttar landsins gerist þess þörf. Guzman var handtekinn í janúar síðastliðinn eftir að hafa strokið úr öryggisfangelsi hálfu ári fyrr, en hann var forsprakki eiturlyfjahringsins alræmda, Sinaloa. Mexíkóska utanríkisráðuneytið heimilaði í maí að Guzman skyldi framseldur til Bandaríkjanna, eftir að hafa fengið fullvissu um að Guzman biði ekki dauðadóms í landinu. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Guzman vegna ólöglegra eiturlyfjaviðskipta og morða, en hann dvelur nú í öryggisfangelsi í bænum Ciudad Juarez, nærri bandarísku landamærunum. Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu í júlí 2015 í gegnum löng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir meðal óhreina taus fanganna.
Tengdar fréttir Sean Penn opnar sig um viðtalið við El Chapo: Segir mexíkósk yfirvöld gera sig að blóraböggli Segir blaðamenn öfundsjúka yfir því að hann hafi náð viðtalinu. 15. janúar 2016 15:05 Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. 10. janúar 2016 12:24 Leyfilegt að framselja „El Chapo“ til Bandaríkjanna Guzman stjórnaði einum stærstu glæpasamtökum Mexíkó áður en hann var handsamaður árið 2014. 9. maí 2016 18:14 Sex handteknir grunaðir um að hafa hjálpað El Chapo að strjúka Á meðal þeirra sem eru í haldi er mágur hans, sem talinn er hafa skipulagt flóttann úr fangelsinu. 22. október 2015 07:16 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Sean Penn opnar sig um viðtalið við El Chapo: Segir mexíkósk yfirvöld gera sig að blóraböggli Segir blaðamenn öfundsjúka yfir því að hann hafi náð viðtalinu. 15. janúar 2016 15:05
Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. 10. janúar 2016 12:24
Leyfilegt að framselja „El Chapo“ til Bandaríkjanna Guzman stjórnaði einum stærstu glæpasamtökum Mexíkó áður en hann var handsamaður árið 2014. 9. maí 2016 18:14
Sex handteknir grunaðir um að hafa hjálpað El Chapo að strjúka Á meðal þeirra sem eru í haldi er mágur hans, sem talinn er hafa skipulagt flóttann úr fangelsinu. 22. október 2015 07:16
Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16