Erlent

Sean Penn opnar sig um viðtalið við El Chapo: Segir mexíkósk yfirvöld gera sig að blóraböggli

Birgir Olgeirsson skrifar
Sean Penn mætti í viðtali við 60 míntur vegna viðtalsins við El Chapo.
Sean Penn mætti í viðtali við 60 míntur vegna viðtalsins við El Chapo. CBS
 

Leikarinn Sean Penn hefur loks tjáð sig um viðtalið sem hann tók við mexíkóska eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman. Viðtalið birtist í bandaríska tímaritinu Rolling Stone um liðna helgi eftir að Guzman hafði verið handtekinn síðastliðinn föstudag. Sagðist Penn vera þeirrar skoðunar að hafa ekki náð þeim markmiðum sem hann setti sér með þessu viðtali.

Þessi mynd var tekin því til sönnunar að Sean Penn hafi raunverulega hitt þann stutta.mynd/twitter
 

„Sú rangfærsla fór á flug að fundur minn og kollega minna með El Chapo hafi leitt til handtöku hans, eins og ríkissaksóknari Mexíkó hefur haldið fram. Við hittum hann hins vegar mörgum vikum áður, 2. október, á stað sem var langt frá þeim stað sem hann var handtekinn á,“ segir Penn en brot úr viðtali sem fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur tók við hann var sýnt á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í morgun. Viðtalið í heild sinni verður sýnt síðar.

„Þetta er það sem við vitum: Við vitum að mexíkósk yfirvöld, þau skömmuðust sín vegna þeirrar staðreyndar að einhver hafði fundið El Chapo á undan þeim. Við fundum hann ekki á undan þeim. Við vorum hvorki klárari. Við vorum með tengilið við hann og óskuðum eftir fundi,“ segir Penn.

Hann segir mexíkósk yfirvöld nota hann sem blóraböggul. Hans markmið með viðtalinu hafi verið að koma af stað opinni umræðu um stríðið gegn fíkniefnum en það hafi mistekist. 

Hann gefur einnig í skyn að þeir blaðamenn sem hafi sett spurningarmerki við siðferði hans sem blaðamaður séu í raun öfundsjúkir.

„Öll umræðan um þessa grein missir marks af markmiði hennar sem var að reyna að leggja eitthvað til málanna í umræðunni um stefnu yfirvalda sem varðar stríðið gegn fíkniefnum.

Sjá brotið úr viðtalinu hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir

Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo

Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi.

Óvissa með framsal El Chapo

Óvissa ríkir um framsal kókaínbarónsins Joaquín Guzmán, oft kallaður El Chapo, til Bandaríkjanna frá Mexíkó. El Chapo var handsamaður í Mexíkó um helgina, hálfu ári eftir að hann slapp úr fangelsi þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×