Liverpool aftur upp í 3. sætið | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2017 14:15 Liverpool endurheimti 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sterkum útisigri, 0-1, á West Brom í dag. Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu James Milners og skalla Lucas. Liverpool þurfti að hafa mikið sigrinum sem var þó sanngjarn. Matt Philipps fékk dauðafæri til að jafna metin fyrir West Brom tíu mínútum fyrir leikslok en Simon Mignolet, sem átti mjög góðan leik, varði vel. West Brom hefur nú mistekist að skora í fjórum leikjum í röð. Liðið er áfram í 8. sæti deildarinnar. Liverpool er nú komið með 66 stig í deildinni, sex stigum meira en liðið fékk allt tímabilið í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Moss flautar af! Mikilvægur sigur Liverpool staðreynd.90+3. mín: Foster fer inn í teig í hornspyrnu, Liverpool nær boltanum, varamaðurinn Alberto Moreno ber boltann upp völlinn og reynir svo skot en hittir ekki tómt markið!80. mín: DAUÐAFÆRI! Matt Philipps kemst einn gegn Mignolet sem ver virkilega vel.76. mín: Coutinho með aukaspyrnu sem Craig Dawson skallar aftur fyrir.61. mín: Origi skallar boltanum í netið en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Réttur dómur.57. mín: Firmino lyftir boltanum á fjær á Milner sem skýtur yfir úr dauðafæri! Þarna sleppa heimamenn vel.Seinni hálfleikur hafinn: Moss flautar seinni hálfleikinn á!Fyrri hálfleik lokið: Liverpool fer með forystu til búningsherbergja eftir þetta mark Firminos.45+1. mín: MARK!!! Firmino skorar með skalla af stuttu færi! James Milner tekur aukaspyrnu á hægri kantinum og sendir boltann inn á teiginn, Lucas framlengir boltann á landa sinn sem skallar framhjá Ben Foster.35. mín: Jake Livermore með fína sendingu inn fyrir vörn Liverpool á Robson-Kanu sem á slakt skot beint á Simon Mignolet. Illa farið með gott færi hjá velska landsliðsframherjanum.34. mín: Firmino vinnur boltann af Darren Fletcher og kemur honum á Coutinho sem á skot yfir. Annað skiptið í leiknum sem West Brom tapar boltanum á hættulegum stað.23. mín: Nacer Chadli hittir ekki boltann í álitlegri stöðu á fjærstönginni.15. mín: Yacob tapar boltanum klaufalega á miðjunni, Liverpool-menn bruna fram og Firmino skýtur framhjá úr góðu færi! Boltinn sleikir stöngina.14. mín: Heimamenn eru örlítið frískari hér í byrjun leiks. Engin færi þó litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Jonathan Moss flautar til leiks!Fyrir leik:Tony Pulis, stjóri West Brom, gerir sömuleiðis þrjár breytingar frá síðasta leik. Hal Robson-Kanu, Claudio Yacob og Chris Brunt koma inn í staðinn fyrir Allan Nyom, James Morrison og Salomon Rondón.Fyrir leik:Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði frá 1-2 sigrinum á Stoke um síðustu helgi. Brasilíumennirnir Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Lucas koma allir inn. Út fara Trent-Alexander Arnold, Ben Woodburn og Ragnar Klavan.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá leik West Brom og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Liverpool endurheimti 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sterkum útisigri, 0-1, á West Brom í dag. Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu James Milners og skalla Lucas. Liverpool þurfti að hafa mikið sigrinum sem var þó sanngjarn. Matt Philipps fékk dauðafæri til að jafna metin fyrir West Brom tíu mínútum fyrir leikslok en Simon Mignolet, sem átti mjög góðan leik, varði vel. West Brom hefur nú mistekist að skora í fjórum leikjum í röð. Liðið er áfram í 8. sæti deildarinnar. Liverpool er nú komið með 66 stig í deildinni, sex stigum meira en liðið fékk allt tímabilið í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Moss flautar af! Mikilvægur sigur Liverpool staðreynd.90+3. mín: Foster fer inn í teig í hornspyrnu, Liverpool nær boltanum, varamaðurinn Alberto Moreno ber boltann upp völlinn og reynir svo skot en hittir ekki tómt markið!80. mín: DAUÐAFÆRI! Matt Philipps kemst einn gegn Mignolet sem ver virkilega vel.76. mín: Coutinho með aukaspyrnu sem Craig Dawson skallar aftur fyrir.61. mín: Origi skallar boltanum í netið en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Réttur dómur.57. mín: Firmino lyftir boltanum á fjær á Milner sem skýtur yfir úr dauðafæri! Þarna sleppa heimamenn vel.Seinni hálfleikur hafinn: Moss flautar seinni hálfleikinn á!Fyrri hálfleik lokið: Liverpool fer með forystu til búningsherbergja eftir þetta mark Firminos.45+1. mín: MARK!!! Firmino skorar með skalla af stuttu færi! James Milner tekur aukaspyrnu á hægri kantinum og sendir boltann inn á teiginn, Lucas framlengir boltann á landa sinn sem skallar framhjá Ben Foster.35. mín: Jake Livermore með fína sendingu inn fyrir vörn Liverpool á Robson-Kanu sem á slakt skot beint á Simon Mignolet. Illa farið með gott færi hjá velska landsliðsframherjanum.34. mín: Firmino vinnur boltann af Darren Fletcher og kemur honum á Coutinho sem á skot yfir. Annað skiptið í leiknum sem West Brom tapar boltanum á hættulegum stað.23. mín: Nacer Chadli hittir ekki boltann í álitlegri stöðu á fjærstönginni.15. mín: Yacob tapar boltanum klaufalega á miðjunni, Liverpool-menn bruna fram og Firmino skýtur framhjá úr góðu færi! Boltinn sleikir stöngina.14. mín: Heimamenn eru örlítið frískari hér í byrjun leiks. Engin færi þó litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Jonathan Moss flautar til leiks!Fyrir leik:Tony Pulis, stjóri West Brom, gerir sömuleiðis þrjár breytingar frá síðasta leik. Hal Robson-Kanu, Claudio Yacob og Chris Brunt koma inn í staðinn fyrir Allan Nyom, James Morrison og Salomon Rondón.Fyrir leik:Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði frá 1-2 sigrinum á Stoke um síðustu helgi. Brasilíumennirnir Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Lucas koma allir inn. Út fara Trent-Alexander Arnold, Ben Woodburn og Ragnar Klavan.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá leik West Brom og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira