Liverpool aftur upp í 3. sætið | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2017 14:15 Liverpool endurheimti 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sterkum útisigri, 0-1, á West Brom í dag. Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu James Milners og skalla Lucas. Liverpool þurfti að hafa mikið sigrinum sem var þó sanngjarn. Matt Philipps fékk dauðafæri til að jafna metin fyrir West Brom tíu mínútum fyrir leikslok en Simon Mignolet, sem átti mjög góðan leik, varði vel. West Brom hefur nú mistekist að skora í fjórum leikjum í röð. Liðið er áfram í 8. sæti deildarinnar. Liverpool er nú komið með 66 stig í deildinni, sex stigum meira en liðið fékk allt tímabilið í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Moss flautar af! Mikilvægur sigur Liverpool staðreynd.90+3. mín: Foster fer inn í teig í hornspyrnu, Liverpool nær boltanum, varamaðurinn Alberto Moreno ber boltann upp völlinn og reynir svo skot en hittir ekki tómt markið!80. mín: DAUÐAFÆRI! Matt Philipps kemst einn gegn Mignolet sem ver virkilega vel.76. mín: Coutinho með aukaspyrnu sem Craig Dawson skallar aftur fyrir.61. mín: Origi skallar boltanum í netið en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Réttur dómur.57. mín: Firmino lyftir boltanum á fjær á Milner sem skýtur yfir úr dauðafæri! Þarna sleppa heimamenn vel.Seinni hálfleikur hafinn: Moss flautar seinni hálfleikinn á!Fyrri hálfleik lokið: Liverpool fer með forystu til búningsherbergja eftir þetta mark Firminos.45+1. mín: MARK!!! Firmino skorar með skalla af stuttu færi! James Milner tekur aukaspyrnu á hægri kantinum og sendir boltann inn á teiginn, Lucas framlengir boltann á landa sinn sem skallar framhjá Ben Foster.35. mín: Jake Livermore með fína sendingu inn fyrir vörn Liverpool á Robson-Kanu sem á slakt skot beint á Simon Mignolet. Illa farið með gott færi hjá velska landsliðsframherjanum.34. mín: Firmino vinnur boltann af Darren Fletcher og kemur honum á Coutinho sem á skot yfir. Annað skiptið í leiknum sem West Brom tapar boltanum á hættulegum stað.23. mín: Nacer Chadli hittir ekki boltann í álitlegri stöðu á fjærstönginni.15. mín: Yacob tapar boltanum klaufalega á miðjunni, Liverpool-menn bruna fram og Firmino skýtur framhjá úr góðu færi! Boltinn sleikir stöngina.14. mín: Heimamenn eru örlítið frískari hér í byrjun leiks. Engin færi þó litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Jonathan Moss flautar til leiks!Fyrir leik:Tony Pulis, stjóri West Brom, gerir sömuleiðis þrjár breytingar frá síðasta leik. Hal Robson-Kanu, Claudio Yacob og Chris Brunt koma inn í staðinn fyrir Allan Nyom, James Morrison og Salomon Rondón.Fyrir leik:Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði frá 1-2 sigrinum á Stoke um síðustu helgi. Brasilíumennirnir Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Lucas koma allir inn. Út fara Trent-Alexander Arnold, Ben Woodburn og Ragnar Klavan.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá leik West Brom og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Liverpool endurheimti 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sterkum útisigri, 0-1, á West Brom í dag. Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu James Milners og skalla Lucas. Liverpool þurfti að hafa mikið sigrinum sem var þó sanngjarn. Matt Philipps fékk dauðafæri til að jafna metin fyrir West Brom tíu mínútum fyrir leikslok en Simon Mignolet, sem átti mjög góðan leik, varði vel. West Brom hefur nú mistekist að skora í fjórum leikjum í röð. Liðið er áfram í 8. sæti deildarinnar. Liverpool er nú komið með 66 stig í deildinni, sex stigum meira en liðið fékk allt tímabilið í fyrra. Hér fyrir neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Moss flautar af! Mikilvægur sigur Liverpool staðreynd.90+3. mín: Foster fer inn í teig í hornspyrnu, Liverpool nær boltanum, varamaðurinn Alberto Moreno ber boltann upp völlinn og reynir svo skot en hittir ekki tómt markið!80. mín: DAUÐAFÆRI! Matt Philipps kemst einn gegn Mignolet sem ver virkilega vel.76. mín: Coutinho með aukaspyrnu sem Craig Dawson skallar aftur fyrir.61. mín: Origi skallar boltanum í netið en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Réttur dómur.57. mín: Firmino lyftir boltanum á fjær á Milner sem skýtur yfir úr dauðafæri! Þarna sleppa heimamenn vel.Seinni hálfleikur hafinn: Moss flautar seinni hálfleikinn á!Fyrri hálfleik lokið: Liverpool fer með forystu til búningsherbergja eftir þetta mark Firminos.45+1. mín: MARK!!! Firmino skorar með skalla af stuttu færi! James Milner tekur aukaspyrnu á hægri kantinum og sendir boltann inn á teiginn, Lucas framlengir boltann á landa sinn sem skallar framhjá Ben Foster.35. mín: Jake Livermore með fína sendingu inn fyrir vörn Liverpool á Robson-Kanu sem á slakt skot beint á Simon Mignolet. Illa farið með gott færi hjá velska landsliðsframherjanum.34. mín: Firmino vinnur boltann af Darren Fletcher og kemur honum á Coutinho sem á skot yfir. Annað skiptið í leiknum sem West Brom tapar boltanum á hættulegum stað.23. mín: Nacer Chadli hittir ekki boltann í álitlegri stöðu á fjærstönginni.15. mín: Yacob tapar boltanum klaufalega á miðjunni, Liverpool-menn bruna fram og Firmino skýtur framhjá úr góðu færi! Boltinn sleikir stöngina.14. mín: Heimamenn eru örlítið frískari hér í byrjun leiks. Engin færi þó litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Jonathan Moss flautar til leiks!Fyrir leik:Tony Pulis, stjóri West Brom, gerir sömuleiðis þrjár breytingar frá síðasta leik. Hal Robson-Kanu, Claudio Yacob og Chris Brunt koma inn í staðinn fyrir Allan Nyom, James Morrison og Salomon Rondón.Fyrir leik:Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði frá 1-2 sigrinum á Stoke um síðustu helgi. Brasilíumennirnir Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Lucas koma allir inn. Út fara Trent-Alexander Arnold, Ben Woodburn og Ragnar Klavan.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá leik West Brom og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira