Suður-Kórea blés til eldflaugaæfingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 23:27 Frá eldflaugaæfingum suður-kóreska hersins í lok ágúst síðastliðnum. Ástandið á Kóreuskaga er eldfimt í kjölfar nýjustu kjarnavopnatilraunar Norður-Kóreu. Vísir/afp Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma. Æfingin er svar við nýjustu kjarnavopnatilraun Norður-Kóreu, þeirrar sjöttu og langtum stærstu í röðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsmannastjórum ríkisstjórnar Suður-Kóreu. Á æfingunni var eldflaugum skotið á loft frá jafnsléttu og þá voru einnig gangsettar F-15K orrustuflugvélar sem skutu á skotmörk úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu. Gert er ráð fyrir að eldflaugar Suður-Kóreu geti náð að Punggye-ri í Norður-Kóreu, þar sem tilraunir einræðisríkisins á kjarnavopnum hafa iðulega farið fram, að því er segir í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN.Sjá einnig: Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Öryggisráð sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna nýjustu kjarnavopnatilraunar Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi,“ sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um nýja vetnissprengju Norður-Kóreu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Ástandið á Kóreuskaga er eldfimt en Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og öryggis- og varnarmálafræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún teldi ólíklegt að átök brytust út á Kóreuskaga að svo stöddu. Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, er jafnframt á því að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. 3. september 2017 22:00 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma. Æfingin er svar við nýjustu kjarnavopnatilraun Norður-Kóreu, þeirrar sjöttu og langtum stærstu í röðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsmannastjórum ríkisstjórnar Suður-Kóreu. Á æfingunni var eldflaugum skotið á loft frá jafnsléttu og þá voru einnig gangsettar F-15K orrustuflugvélar sem skutu á skotmörk úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu. Gert er ráð fyrir að eldflaugar Suður-Kóreu geti náð að Punggye-ri í Norður-Kóreu, þar sem tilraunir einræðisríkisins á kjarnavopnum hafa iðulega farið fram, að því er segir í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN.Sjá einnig: Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Öryggisráð sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna nýjustu kjarnavopnatilraunar Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi,“ sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um nýja vetnissprengju Norður-Kóreu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Ástandið á Kóreuskaga er eldfimt en Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og öryggis- og varnarmálafræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún teldi ólíklegt að átök brytust út á Kóreuskaga að svo stöddu.
Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, er jafnframt á því að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. 3. september 2017 22:00 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, er jafnframt á því að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. 3. september 2017 22:00
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17