Segist ekki hafa óskað eftir gögnum um Trump í pólitískum tilgangi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 23:30 Susan Rice, ásamt eftirmanni sínum í starfi Michael Flynn. Þau eru nú bæði fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar. Vísir/Getty Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“ Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“
Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31
Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42
Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent