Segist ekki hafa óskað eftir gögnum um Trump í pólitískum tilgangi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 23:30 Susan Rice, ásamt eftirmanni sínum í starfi Michael Flynn. Þau eru nú bæði fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar. Vísir/Getty Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“ Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“
Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31
Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42
Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11