Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Hann hefur kannski ekki skorað beint úr aukaspyrnu fyrir íslenska landsliðið í að verða fjögur ár en Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir löngu orðinn einn allra hættulegasti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn leikmaður í bestu deild í heimi hefur skorað fleiri aukaspyrnumörk frá byrjun síðasta tímabils. Markið hans á móti Crystal Palace um helgina var það þriðja hjá Gylfa beint úr aukaspyrnu frá því í ágúst 2015. Frábær spyrnufótur Gylfa skilaði ekki aðeins þessu eina marki beint úr aukaspyrnu því öll hin fjögur mörk Swansea-liðsins komu eftir eða í framhaldi af stórhættulegum sendingum hans inn í vítateig Palace-manna.Í hópi með Mata og Eriksen Aukaspyrnumark Gylfa um helgina var einnig það sjötta sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins þeir Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð því að skora sex sinnum beint úr aukaspyrnu frá því að Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en jafnframt pirraður yfir því að hafa misst niður 3-1 forystu og lent 4-3 undir. Við sýndum þá mikinn karakter því mörg lið hefðu gefist upp í stöðunni 4-3,“ sagði Gylfi eftir leik.Skrýtinn leikur „Þetta var skrýtinn leikur en við sýndum karakter. Trúin er til staðar. Við þurfum að byggja ofan á þennan leik sem og leikinn á móti Everton í síðustu viku og reyna að vera aðeins betri í næsta leik. Þetta snerist samt bara um að ná í þessi þrjú stig og þá skiptir ekki máli hvort þetta sé fallegur eða ljótur sigur,“ sagði Gylfi. Markið hans var þó af glæsilegri gerðinni og átti sinn þátt í því að gera sigurinn talsvert „fallegri.“ Það hefur reynt mikið á liðið í öllu mótlætinu að undanförnu en lið með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs eiga alltaf ás upp í erminni í spyrnum hans úr föstum leikatriðum eins og sannaðist með svo eftirminnilegum hætti um helgina. Gylfi hefur spilað á stóra sviði Evrópu frá því að hann fór frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim fyrir tímabilið 2010-11 en undanfarin sex ár hefur hann síðan spilað í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Gylfi skoraði tvö aukaspyrnumörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Hoffenheim en skipti síðan yfir í ensku úrvalsdeildina í janúar 2012. Gylfi skoraði eitt aukaspyrnumark í átján leikjum sem hann spilaði með Swansea fram á vor. Gylfi náði ekki að skora mark beint úr aukaspyrnu á tveimur tímabilum sínum með Tottenham en hann hefur aftur á móti skorað 5 af 22 mörkum sínum undanfarin þrjú tímabili með Swansea með skoti beint úr aukaspyrnu.Góður á móti Hennessey Gylfi vildi eflaust spila á móti Wayne Hennessey á hverjum degi enda búinn að skora hjá honum tvisvar á þessu ári með skoti beint úr aukaspyrnu. Þar áður hafði hann skorað tvisvar úr aukaspyrnu fram hjá bandaríska markverðinum Brad Guzan. Gylfi skoraði tvö eftirminnileg mörk beint úr aukaspyrnu í mikilvægum sigrum íslenska liðsins í undankeppni HM 2014. Það fyrra tryggði Íslandi 2-1 sigur á Albaníu en það síðara var fyrra mark hans í 2-1 sigri í Slóveníu. Seinna aukaspyrnumark Gylfa með landsliðinu leit dagsins ljós 22. mars 2013 og síðan hefur hann spilað 32 landsleiki í röð án þess að skora beint úr aukaspyrnu. Næsta aukaspyrnumark hans fyrir Ísland dettur vonandi inn á árinu 2017 og hjálpar íslenska liðinu að komast á HM í fyrsta sinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00 Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58 Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32 Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00 Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00 Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Hann hefur kannski ekki skorað beint úr aukaspyrnu fyrir íslenska landsliðið í að verða fjögur ár en Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir löngu orðinn einn allra hættulegasti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn leikmaður í bestu deild í heimi hefur skorað fleiri aukaspyrnumörk frá byrjun síðasta tímabils. Markið hans á móti Crystal Palace um helgina var það þriðja hjá Gylfa beint úr aukaspyrnu frá því í ágúst 2015. Frábær spyrnufótur Gylfa skilaði ekki aðeins þessu eina marki beint úr aukaspyrnu því öll hin fjögur mörk Swansea-liðsins komu eftir eða í framhaldi af stórhættulegum sendingum hans inn í vítateig Palace-manna.Í hópi með Mata og Eriksen Aukaspyrnumark Gylfa um helgina var einnig það sjötta sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins þeir Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð því að skora sex sinnum beint úr aukaspyrnu frá því að Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en jafnframt pirraður yfir því að hafa misst niður 3-1 forystu og lent 4-3 undir. Við sýndum þá mikinn karakter því mörg lið hefðu gefist upp í stöðunni 4-3,“ sagði Gylfi eftir leik.Skrýtinn leikur „Þetta var skrýtinn leikur en við sýndum karakter. Trúin er til staðar. Við þurfum að byggja ofan á þennan leik sem og leikinn á móti Everton í síðustu viku og reyna að vera aðeins betri í næsta leik. Þetta snerist samt bara um að ná í þessi þrjú stig og þá skiptir ekki máli hvort þetta sé fallegur eða ljótur sigur,“ sagði Gylfi. Markið hans var þó af glæsilegri gerðinni og átti sinn þátt í því að gera sigurinn talsvert „fallegri.“ Það hefur reynt mikið á liðið í öllu mótlætinu að undanförnu en lið með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs eiga alltaf ás upp í erminni í spyrnum hans úr föstum leikatriðum eins og sannaðist með svo eftirminnilegum hætti um helgina. Gylfi hefur spilað á stóra sviði Evrópu frá því að hann fór frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim fyrir tímabilið 2010-11 en undanfarin sex ár hefur hann síðan spilað í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Gylfi skoraði tvö aukaspyrnumörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Hoffenheim en skipti síðan yfir í ensku úrvalsdeildina í janúar 2012. Gylfi skoraði eitt aukaspyrnumark í átján leikjum sem hann spilaði með Swansea fram á vor. Gylfi náði ekki að skora mark beint úr aukaspyrnu á tveimur tímabilum sínum með Tottenham en hann hefur aftur á móti skorað 5 af 22 mörkum sínum undanfarin þrjú tímabili með Swansea með skoti beint úr aukaspyrnu.Góður á móti Hennessey Gylfi vildi eflaust spila á móti Wayne Hennessey á hverjum degi enda búinn að skora hjá honum tvisvar á þessu ári með skoti beint úr aukaspyrnu. Þar áður hafði hann skorað tvisvar úr aukaspyrnu fram hjá bandaríska markverðinum Brad Guzan. Gylfi skoraði tvö eftirminnileg mörk beint úr aukaspyrnu í mikilvægum sigrum íslenska liðsins í undankeppni HM 2014. Það fyrra tryggði Íslandi 2-1 sigur á Albaníu en það síðara var fyrra mark hans í 2-1 sigri í Slóveníu. Seinna aukaspyrnumark Gylfa með landsliðinu leit dagsins ljós 22. mars 2013 og síðan hefur hann spilað 32 landsleiki í röð án þess að skora beint úr aukaspyrnu. Næsta aukaspyrnumark hans fyrir Ísland dettur vonandi inn á árinu 2017 og hjálpar íslenska liðinu að komast á HM í fyrsta sinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00 Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58 Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32 Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00 Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00 Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00
Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58
Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32
Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00
Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39
Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00
Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00