Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Hann hefur kannski ekki skorað beint úr aukaspyrnu fyrir íslenska landsliðið í að verða fjögur ár en Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir löngu orðinn einn allra hættulegasti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn leikmaður í bestu deild í heimi hefur skorað fleiri aukaspyrnumörk frá byrjun síðasta tímabils. Markið hans á móti Crystal Palace um helgina var það þriðja hjá Gylfa beint úr aukaspyrnu frá því í ágúst 2015. Frábær spyrnufótur Gylfa skilaði ekki aðeins þessu eina marki beint úr aukaspyrnu því öll hin fjögur mörk Swansea-liðsins komu eftir eða í framhaldi af stórhættulegum sendingum hans inn í vítateig Palace-manna.Í hópi með Mata og Eriksen Aukaspyrnumark Gylfa um helgina var einnig það sjötta sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins þeir Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð því að skora sex sinnum beint úr aukaspyrnu frá því að Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en jafnframt pirraður yfir því að hafa misst niður 3-1 forystu og lent 4-3 undir. Við sýndum þá mikinn karakter því mörg lið hefðu gefist upp í stöðunni 4-3,“ sagði Gylfi eftir leik.Skrýtinn leikur „Þetta var skrýtinn leikur en við sýndum karakter. Trúin er til staðar. Við þurfum að byggja ofan á þennan leik sem og leikinn á móti Everton í síðustu viku og reyna að vera aðeins betri í næsta leik. Þetta snerist samt bara um að ná í þessi þrjú stig og þá skiptir ekki máli hvort þetta sé fallegur eða ljótur sigur,“ sagði Gylfi. Markið hans var þó af glæsilegri gerðinni og átti sinn þátt í því að gera sigurinn talsvert „fallegri.“ Það hefur reynt mikið á liðið í öllu mótlætinu að undanförnu en lið með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs eiga alltaf ás upp í erminni í spyrnum hans úr föstum leikatriðum eins og sannaðist með svo eftirminnilegum hætti um helgina. Gylfi hefur spilað á stóra sviði Evrópu frá því að hann fór frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim fyrir tímabilið 2010-11 en undanfarin sex ár hefur hann síðan spilað í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Gylfi skoraði tvö aukaspyrnumörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Hoffenheim en skipti síðan yfir í ensku úrvalsdeildina í janúar 2012. Gylfi skoraði eitt aukaspyrnumark í átján leikjum sem hann spilaði með Swansea fram á vor. Gylfi náði ekki að skora mark beint úr aukaspyrnu á tveimur tímabilum sínum með Tottenham en hann hefur aftur á móti skorað 5 af 22 mörkum sínum undanfarin þrjú tímabili með Swansea með skoti beint úr aukaspyrnu.Góður á móti Hennessey Gylfi vildi eflaust spila á móti Wayne Hennessey á hverjum degi enda búinn að skora hjá honum tvisvar á þessu ári með skoti beint úr aukaspyrnu. Þar áður hafði hann skorað tvisvar úr aukaspyrnu fram hjá bandaríska markverðinum Brad Guzan. Gylfi skoraði tvö eftirminnileg mörk beint úr aukaspyrnu í mikilvægum sigrum íslenska liðsins í undankeppni HM 2014. Það fyrra tryggði Íslandi 2-1 sigur á Albaníu en það síðara var fyrra mark hans í 2-1 sigri í Slóveníu. Seinna aukaspyrnumark Gylfa með landsliðinu leit dagsins ljós 22. mars 2013 og síðan hefur hann spilað 32 landsleiki í röð án þess að skora beint úr aukaspyrnu. Næsta aukaspyrnumark hans fyrir Ísland dettur vonandi inn á árinu 2017 og hjálpar íslenska liðinu að komast á HM í fyrsta sinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00 Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58 Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32 Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00 Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00 Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
Hann hefur kannski ekki skorað beint úr aukaspyrnu fyrir íslenska landsliðið í að verða fjögur ár en Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir löngu orðinn einn allra hættulegasti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn leikmaður í bestu deild í heimi hefur skorað fleiri aukaspyrnumörk frá byrjun síðasta tímabils. Markið hans á móti Crystal Palace um helgina var það þriðja hjá Gylfa beint úr aukaspyrnu frá því í ágúst 2015. Frábær spyrnufótur Gylfa skilaði ekki aðeins þessu eina marki beint úr aukaspyrnu því öll hin fjögur mörk Swansea-liðsins komu eftir eða í framhaldi af stórhættulegum sendingum hans inn í vítateig Palace-manna.Í hópi með Mata og Eriksen Aukaspyrnumark Gylfa um helgina var einnig það sjötta sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins þeir Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð því að skora sex sinnum beint úr aukaspyrnu frá því að Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en jafnframt pirraður yfir því að hafa misst niður 3-1 forystu og lent 4-3 undir. Við sýndum þá mikinn karakter því mörg lið hefðu gefist upp í stöðunni 4-3,“ sagði Gylfi eftir leik.Skrýtinn leikur „Þetta var skrýtinn leikur en við sýndum karakter. Trúin er til staðar. Við þurfum að byggja ofan á þennan leik sem og leikinn á móti Everton í síðustu viku og reyna að vera aðeins betri í næsta leik. Þetta snerist samt bara um að ná í þessi þrjú stig og þá skiptir ekki máli hvort þetta sé fallegur eða ljótur sigur,“ sagði Gylfi. Markið hans var þó af glæsilegri gerðinni og átti sinn þátt í því að gera sigurinn talsvert „fallegri.“ Það hefur reynt mikið á liðið í öllu mótlætinu að undanförnu en lið með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs eiga alltaf ás upp í erminni í spyrnum hans úr föstum leikatriðum eins og sannaðist með svo eftirminnilegum hætti um helgina. Gylfi hefur spilað á stóra sviði Evrópu frá því að hann fór frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim fyrir tímabilið 2010-11 en undanfarin sex ár hefur hann síðan spilað í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Gylfi skoraði tvö aukaspyrnumörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Hoffenheim en skipti síðan yfir í ensku úrvalsdeildina í janúar 2012. Gylfi skoraði eitt aukaspyrnumark í átján leikjum sem hann spilaði með Swansea fram á vor. Gylfi náði ekki að skora mark beint úr aukaspyrnu á tveimur tímabilum sínum með Tottenham en hann hefur aftur á móti skorað 5 af 22 mörkum sínum undanfarin þrjú tímabili með Swansea með skoti beint úr aukaspyrnu.Góður á móti Hennessey Gylfi vildi eflaust spila á móti Wayne Hennessey á hverjum degi enda búinn að skora hjá honum tvisvar á þessu ári með skoti beint úr aukaspyrnu. Þar áður hafði hann skorað tvisvar úr aukaspyrnu fram hjá bandaríska markverðinum Brad Guzan. Gylfi skoraði tvö eftirminnileg mörk beint úr aukaspyrnu í mikilvægum sigrum íslenska liðsins í undankeppni HM 2014. Það fyrra tryggði Íslandi 2-1 sigur á Albaníu en það síðara var fyrra mark hans í 2-1 sigri í Slóveníu. Seinna aukaspyrnumark Gylfa með landsliðinu leit dagsins ljós 22. mars 2013 og síðan hefur hann spilað 32 landsleiki í röð án þess að skora beint úr aukaspyrnu. Næsta aukaspyrnumark hans fyrir Ísland dettur vonandi inn á árinu 2017 og hjálpar íslenska liðinu að komast á HM í fyrsta sinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00 Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58 Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32 Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00 Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00 Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00
Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58
Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32
Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00
Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39
Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00
Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00