Enski boltinn

Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Crystal Palace.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Crystal Palace. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik þegar Swansea vann 5-4 sigur á Crystal Palace í ævintýralegum leik en sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Swansea komst í 3-1 en fékk svo á sig þrjú mörk á níu mínútum en varamaðurinn Fernando Llorente kom velska liðinu til bjargar með tveimur mörkum í uppbótartíma. Með sigrinum fór Swansea úr botnsætinu.

Gylfi Þór skoraði fyrsta mark Swansea úr aukaspyrnu en átti svo þátt í öllum öðrum mörkum Swansea í leiknum, annað hvort með stoðsendingu eða lykilsendingu.

Manchester City, Liverpool og Chelsea voru öll á einhverjum tímapunkti á toppi deildarinnar í gær.

Man City hóf daginn á því að vinna torsóttan 1-2 sigur á Burnley á Turf Moor. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en fór meiddur af velli skömmu fyrir hálfleik.

Man City var um tvo og hálfan klukkutíma á toppnum. Liverpool tók því næst toppsætið með 2-0 sigri á Sunderland á heimavelli.

Það var svo Chelsea sem endaði daginn á toppnum eftir 2-1 sigur á Tottenham á Stamford Bridge. Thibaut Courtois þurfti loksins að sækja boltann í netið eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð. Það kom þó ekki að sök því mörk frá Pedro og Victor Moses tryggðu Chelsea stigin þrjú.

Islam Slimani tryggði Englandsmeisturum Leicester City stig gegn Middlesbrough þegar hann jafnaði metin í 2-2 úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Þá gerðu Hull City og West Brom 1-1 jafntefli.

Mörkin 23 sem voru skoruð í leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Swansea 5-4 Crystal Palace Burnley 1-2 Man City Liverpool 2-0 Sunderland Chelsea 2-1 Tottenham Leicester 2-2 Middlesbrough Hull 1-1 West Brom



Fleiri fréttir

Sjá meira


×