Enski boltinn

Spurs stal Sissoko af Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sissoko var ekki tilbúinn til að spila með Newcastle í B-deildinni.
Sissoko var ekki tilbúinn til að spila með Newcastle í B-deildinni. vísir/getty
Tottenham Hotspur hafði betur í baráttu við Everton um franska landsliðsmanninn Moussa Sissoko.

Framan af degi benti flest til þess að Sissoko væri á leið til Everton frá Newcastle United. Samningar náðust hins vegar ekki á milli leikmannsins og Everton og þá kom Tottenham inn í myndina.

Sissoko skrifaði undir fimm ára samning við Tottenham en talið er að félagið hafi greitt Newcastle 30 milljónir punda fyrir hann.

Auk Sissoko keypti Tottenham annan Frakka í dag. Sá heitir Georges-Kevin Nkoudou og er 21 árs kantmaður sem kemur frá Marseille.

Tottenham fékk einnig spænska markvörðinn Pau López á láni frá Espanyol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×