Micheal Keane í viðtali við Messuna: „Þar fannst mér að ferillinn væri á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 14:00 Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15
Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30
Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00