Micheal Keane í viðtali við Messuna: „Þar fannst mér að ferillinn væri á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 14:00 Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15
Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30
Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti