Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30