Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00