Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 15:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30