Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 15:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30