Erlent

Nýtt samkomulag í Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir hafa þegar yfirgefið heimili sín og bíða undir berum himni eftir rútunum.
Margir hafa þegar yfirgefið heimili sín og bíða undir berum himni eftir rútunum. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Sýrlands hefur komist að nýju samkomulagi við uppreisnarmenn um að hefja brottflutning almennra borgara og uppreisnarmanna frá Aleppo. Uppreisnarmenn þurfa að tryggja flutning borgara og hermanna frá tveimur bæjum sem uppreisnarmenn sitja um í norðvesturhluta landsins.

Stjórnarherinn segir 25 rútur hafa verið sendar til bæjanna beggjaFoua og Kfarya.

Hins vegar hafa engin farartæki borist til Aleppo og bíða íbúar óþreyjufullir. Margir hafa þegar yfirgefið heimili sín og bíða undir berum himni eftir rútunum. Þá óttast íbúar að sprengjuárásir hefjist aftur eftir að Rússar sögðu í gær að búið væri að flytja alla borgara frá Aleppo. Þar væru einungis hryðjuverkamenn.

Búið er að flytja um átta þúsund manns frá borginni. Ekki liggur fyrir hve margir halda enn til í austurhluta borgarinnar en Sameinuðu þjóðirnar áætla að þeir séu um 30 þúsund talsins. Talið er að um sex þúsund uppreisnar- og vígamenn séu þar einnig.

Yfirvöld í Sýrlandi hafa sagt að flytja eigi fólkið frá Aleppo og bæjunum tveimur á sama tíma.


Tengdar fréttir

Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo

Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi.

Brottflutningur frá Aleppo stöðvaður

Rauði krossinn segir engan vita hve margir séu enn eftir í Aleppo. Þar eru þó enn að minnsta kosti 50 þúsund manns, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×