Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2016 07:00 Aðstoða þurfti fjölda fólks til að komast yfir í bílalestina sem flutti íbúa Aleppo burt. Vísir/AFP Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira