Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2016 07:00 Íbúar á því sem eftir er af svæðum uppreisnarmanna í borginni reyndu á þriðjudag að komast burt, en vopnahléið var rofið í gærmorgun með nýjum loftárásum. Vísir/EPA Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira