Erlent

Rússar segja brottflutningi frá Aleppo vera lokið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst því yfir að brottflutningi kvenna og barna frá Aleppo sé nú lokið. Þó er talið að tugir þúsunda séu enn fastir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Stjórnarherinn mun gera loka árás á þá uppreisnarmenn sem eftir eru og „ganga frá síðustu mótspyrnunni“.

Allt í allt hafa um 9.500 manns verið flutt frá borginni frá því í gær samkvæmt Rússum. Sameinuðu þjóðirnar telja um 50 þúsund manns enn vera í borginni. Utanríkisráðherra Tyrklands segir brottflutningi ekki vera lokið.

Brottflutningurinn var stöðvaður í morgun vegna deilna um samkomulag á milli deiluaðila og gegnu ásakanir um brot á samkomulaginu á víxl.


Tengdar fréttir

Brottflutningur frá Aleppo stöðvaður

Þá hefur Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni, Rauða krossinum, rauða hálfmánanum og öðrum góðgerðarsamtökum verið skipað að yfirgefa Aleppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×