Enski boltinn

Rooney hafnaði tilboði frá Kína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney vill spila á Englandi.
Wayne Rooney vill spila á Englandi. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta, hafnaði tilboði frá kínverska liðinu Beijing Guoan en frá þessu greinir heiðursforseti félagsins.

Rooney er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Manchester United eftir dapra frammistöðu í byrjun leiktíðar. Hann kom þó aftur inn í liðið fyrir leikinn gegn Swansea þar sem hann lagði upp tvö mörk.

Kínverska liðið hafði samband við umboðsmann Rooney í sumar og reyndi að lokka hann austur en Rooney er með samning við Manchester United til 2019. Hann þénar 300.000 pund á viku.

Rooney hafði engan áhuga á því að fara til Kína en þessi 31 árs gamli framherji ætlar sér að spila í ensku úrvalsdeildinni áfram á næstu árum.

„Það er rétt að við reyndum að fá Rooney í byrjun leiktíðar en hann sagði okkur að hann vill spila áfram fyrir Manchester United,“ sagði Luo Ning, heiðursforseti Beijing Guoan, í viðtali við útvarpsstöð í Peking.

„Rooney sagði enn fremur að hann vill spila í ensku úrvalsdeildinni á meðan hann hefur heilsu til. Við ræddum þessi mál við umboðsmann hans, Paul Stretford,“ sagði Luo Ning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×