Erlent

Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans?

Atli Ísleifsson skrifar
Hagfræðiverðlaunin hafa hafa verið veitt frá því 1969 og er almennt talað um verðlaunin sem hluta af Nóbelsverðlaununum.
Hagfræðiverðlaunin hafa hafa verið veitt frá því 1969 og er almennt talað um verðlaunin sem hluta af Nóbelsverðlaununum. Vísir/Getty
Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45. Hagfræðiverðlaunin hafa hafa verið veitt frá því 1969 og er almennt talað um verðlaunin sem hluta af Nóbelsverðlaununum.

Í grein Vísindavefsins segir að verðlaunin teljast þó strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru þau ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Hafi hann ekki minnst á verðlaun í hagfræði í erfðaskrá sinni.

„Verðlaunin eru þó til minningar um hann og nefnast: Verðlaun Sænska seðlabankans í hagfræði til minningar um Alfred Nobel. Fyrstu hagfræðiverðlaunin voru veitt árið 1969 en þau fengu Ragnar Frisch frá Noregi og Jan Tinbergen frá Hollandi, fyrir þróun hagfræðilíkana,“ segir í greininni.

Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×