Erlent

Fá Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði kennilegrar þéttefnisfræði

Atli Ísleifsson skrifar
Eðlisfræðingarnar David Thouless, Duncan Haldane og Michael Kosterlitz.
Eðlisfræðingarnar David Thouless, Duncan Haldane og Michael Kosterlitz.
Eðlisfræðingarnar David Thouless, Duncan Haldane og Michael Kosterlitz hlutu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði kennilegrar þéttefnisfræði.

Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að þeir fái verðlaunin fyrir „fyrir kennilegar uppgötvanir á grannfærðilegum fasabreytingum og grannfræðilegum efnisfösum“.

Verðlaununum í ár er deilt í tvennt, þar sem Thouless hlýtur einn hluta og þeir Haldane og Kosterlitz deila hinum.

Hinn 82 ára David Thouless er fæddur í Skotlandi, en hefur lengi búið í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað í University of Washington, Berkeley, Birmingham Universlity og University of California.

Duncan Haldane, 65 ára, er breskur og hefur starfað hjá Princeton háskóla í Bandaríkjunum.

Michael Kosterlitz starfar sem professor við Brown háskóla.

Hér fyrir neðan má sjá meðlim Nóbelsnefndarinnar útskýra fræðin á skemmtilegan hátt með aðstoð kringlna í Stokkhólmi í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×