Erlent

Juan Manuel Santos hlaut friðarverðlaun Nóbels

Birgir Olgeirsson skrifar
Juan Manuel Santos
Juan Manuel Santos Vísir/EPA
Forseti Kolumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut rétt í þessu friðarverðlaun Nóbels fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem hefur kostað 220 þúsund manns lífið og hafa sex milljónir þurft að flýja heimili sín vegna þess.

Santos er sagður hafa heitði því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að bjarga friðarsamningum eftir að friðarsamkomulag við FARC-skæruliða var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu um liðna helgi. Lítill vilji virðist vera þó til að snúa aftur til vopnaðra átaka en Nóbelsverðlaunanefndin sagði í rökstuðningi sínum að hún teldi að þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þá hafi Santos náð að fara langt með að tryggja frið í landinu sem hefur verið hrjáð af borgarastríðið frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Skæruliðasamtökin FARC hófu árið 1964 vopnaða baráttu gegn stjórninni í von um að geta gert þar byltingu. Skammstöfunin FARC stendur fyrir Fuerzas Armadas Revolucionarias de Columbia, sem kalla mætti Byltingarhersveitir Kólumbíu.


Tengdar fréttir

Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC

Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld.

Reynt að bjarga friðarsamkomulagi

Hvorki Santos Kólumbíuforseti né Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, virðast hafa mikinn áhuga á að hefja hernað á ný, þótt friðarsamkomulag hafi verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur hafa þegar komið fra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×