Enski boltinn

Glæsimark Gylfa og öll hin mörkin í enska í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum með Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær og nú er hægt að sjá það mark og öll hin í samantektarmyndbandi hér inn á Vísi.

Mark Gylfa var af glæsilegri gerðinni en það dugði þó ekki velska liðinu til sigurs. Arsenal skoraði þrjú mörk og hélt sigurgöngu sinni áfram.

Alls fóru fram sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni í gær og í þeim voru skoruð 22 mörk eða yfir þrjú mörk að meðaltali í leik.

Það voru skoruð fimm mörk í leik Gylfa og félaga á móti Arsenal en mörkin urðu alls sjö í stórsigri Bournemouth á Hull.

Joe Allen skoraði tvö fyrir Stoke og það var dramatík þegar topplið Manchester City tapaði stigum í öðrum leiknum í röð.  

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll mörkin sem voru skoruð í leikjum gærdagsins þegar enska úrvalsdeildin fór af stað á ný eftir landsleikjahlé.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×