Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili.
Son Heung-Min fékk tækifæri í byrjunarliði Tottenham og þakkaði fyrir traustið með tveimur mörkum sitthvoru megin við hálfleikinn.
Dele Alli bætti við þriðja marki Tottenham á 60. mínútu og gerði út um leikinn en tíu mínútum síðar bætti Kane við fjórða markinu.
Var þetta annar sigur Tottenham í ensku deildinni að fjórum umferðum loknum en liðið hefur gert tvö jafntefli og unnið tvo.
