Erlent

Varaforseti Suður-Súdan segir stríð hafið á nýjan leik

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikil átök hafa brotist út undanfarna daga í yngsta ríki veraldar.
Mikil átök hafa brotist út undanfarna daga í yngsta ríki veraldar. Vísir/Getty
Stríð er hafið á nýjan leik í Suður-Súdan að sögn talsmanns varaforseta ríkisins. Hundruð hafa látist í bardögum á milli hópa tengdum leiðtogum ríkisins.

Á föstudaginn brutust út skotbardagar á milli hermanna sem hliðhollir eru Riek Machar varaforseta og hermanna sem hliðhollir eru sitjandi forseta, Salva Kiir.

Óttast er að hundruð hafi látið lífið í gær og á föstudag og í dag brutust út bardagar að nýju þegar hermenn tengdir forsetanum réðust að hermönnum tengdum varaforsetanum í Juba, höfuðborg Suður-Súdan.

Suður-Súdan er yngsta ríki veraldar en í ár eru fimm ár liðin frá því að það fékk sjálfstæði frá Súdan. Frá þeim degi hafa deilur staðið yfir í landinu og það í raun logað af átökum.

Friðarsamkomulag milli hinna stríðandi fylkinga var undirritað í apríl í fyrra en síðan þá hefur eins konar pattstaða verið uppi sem ekki hefur tekist að leysa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×