Erlent

Fundur leiðtoga Suður-Súdan breyttist í blóðbað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Riek Machar, til vinstri, og Salva Kiir til hægri.
Riek Machar, til vinstri, og Salva Kiir til hægri. vísir/epa
Heimildum ber ekki saman um hve margir létust í skotbardögum í Juba, höfuðborg Suður-Súdan, í gær. Heimildamenn BBC innan raða hersins, sjúkrastarfsmanna og blaðamanna herma að talan nái minnst hundraði. Aðrir segja að fjöldi látinna sé nær öðru hundraðinu.

Bardagi braust út skammt frá aðsetri forsetans, Salva Kiir, en þar stóð til að fundur hans og varaforsetans, Riek Machar, myndi fara fram.

Suður-Súdan er yngsta ríki veraldar en í ár eru fimm ár liðin frá því að það fékk sjálfstæði frá Súdan. Frá þeim degi hafa deilur staðið yfir í landinu og það í raun logað af átökum.

Friðarsamkomulag milli hinna stríðandi fylkinga var undirritað í apríl í fyrra en síðan þá hefur eins konar pattstaða verið uppi. Fundurinn í gær átti að vera liður í að leysa úr henni en breyttist í blóðbað.


Tengdar fréttir

Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan

Nýjasta þjóðríki heims gæti liðast í sundur í harðvítugum átökum stærstu ættbálka landsins. Á sjötta hundrað eru sagðir hafa fallið í átökum síðustu vikuna.

Suður Súdan á barmi borgarastyrjaldar

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Suður - Súdan rambi nú á barmi borgarastríðs. Átök sem hófust á milli stríðandi fylkinga innan hersins í höfuðborginni Juba í byrjun vikunnar hafa nú breiðst út um landið.

Suður-Súdan - Nýjasta land í heimi

Suður-Súdan varð í dag sjálfstætt ríki, og hefur þar með lokið sex ára löngu ferli sem hófst við undirritun friðarsamnings milli norðurs og suðurs árið 2005.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.