Erlent

Obama segir árásina í Baton Rouge huglausa

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Baton Rouge eftir að Alton Sterling var skotinn til bana af lögreglu.
Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Baton Rouge eftir að Alton Sterling var skotinn til bana af lögreglu. Vísir/Getty

Barack Obama forseti Bandaríkjanna fordæmdi skotárásina sem varð í Baton Rouge í Louisiana fylki í dag þar sem þrír lögreglumenn voru myrtir. Hann ávarpaði þjóð sína á sjöunda tímanum í kvöld.

„Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem lögreglumenn, sem setja líf sitt í hættu á hverjum degi til þess að þjóna okkur, eru drepnir í huglausri og ámælisverðri árás. Þetta eru árásir á opinbera starfsmenn, á lagavald landsins og hið siðmenntaða þjóðfélag. Þessu verður að ljúka,“ sagði Obama meðal annars.

Obama fordæmdi árásina í dag. Vísir/EPA

Ástæður árásarinnar enn óljósar
Ekki er vitað hver ástæða árásarinnar var en árásarmaðurinn var skotinn til bana. Mikil mótmæli hafa verið í Baton Rouge eftir að lögreglumenn handtóku svartan mann og skutu hann til bana. Myndband af atburðinum var sent út á Facebook og rataði í fjölmiðla víðs vegar um heim. Mótmælin urðu svo enn öflugri eftir að annar blökkumaður var skotinn af lögreglu í Minnesota.

„Það er engin réttlæting til fyrir ofbeldi gegn laganna vörðum. Þessar árásir eru verk huglausra einstaklinga sem tala fyrir engan. Þær veita ekkert réttlæti. Þær gefa engum málstað byr undir báða vængi,“ sagði forsetinn síðar í ræðu sinni.

Trump tísti um málið
Donald Trump tjáði sig um málið á Twitter síðu sinni og sagði Bandaríkin vera stjórnlaus og tvístruð. „Við erum að reyna berjast við ISIS og núna er okkar eigið fólk að drepa lögregluna. Heimurinn er að fylgjast með.“


Tengdar fréttir

Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile

"Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.